mánudagur, júlí 24, 2006

Helgarfílingur


Sælt verið fólkið, og hvar er þá best að byrja ;)

Síðasta helgi var nokkuð ólík, öðrum þeim sem ég hef dvalið hér fyrir sunnan. Var búinn í vinnunni um hálf fjögur á föstudeginum og dreif mig þá heim. Henti í þvottavél og var greinilega í góðu skapi, þar sem ég skúraði íbúðina líka, rétt eins og svalirnar. Eftir þetta kíkti ég í heimsókn til Hreiðars, sem varð þó öllu lengri en ég hafði planað. Pöntuðum okkur pizzur á Pizzahöllinni, tilboð sko, og þær voru alveg ótrúlega góðar ;) Drukkum bjór með,,, helvíti nice, alveg hreint.

Og þá er komið að þeim parti, sem var frábrugðinn öllu öðru. Félaginn fékk mig nefnilega til þess að bera út með sér Fréttablaðið aðfararnótt laugardagsins, eitthvað rúmlega 300 blöð, eða svo, og mjög svo góður göngutúr verð ég að segja. Fullt af fólki, líka að koma heim af djamminu, mjög skrýtið, en allavegana þá byrjuðum við korter í fimm, og vorum búnir rétt rúmlega hálf sjö ;) Eftir að heim var komið, þá lagði ég mig til hádegis eða svo.

Fór síðan, síðar um daginn í Kolaportið, og dauðsá eftir því að eiga ekki grammófónsspilara, því plöturnar voru til í þúsundatali. Ætlaði að kaupa mér lakkrís, og fleira sælgæti, en skippaði því út fyrir Svartfugl og Hnýsukjöt á mjög góðu price-i. Hnýsuna steikti ég í gær, og át gjörsamlega yfir mig. Allt of góður matur. Það verður því Svartfugl í kvöld, kartöflur og smjer.

Næst á dagskrá, er Versló, hittingur fyrir austan. Hef verið í nokkuð góðu sambandi við Palla og Runa. Og er stefnan sett á Neskaupsstað, Neistaflugið. Ég býst við að það verði frí, hjá mér í vinnunni á föstudeginum fyrir, svo það verður væntanlega brunað norður á fimmtudagskvöld, þetta fer svolítið eftir Runa, sem verður eiginlega bara að fá frí á föstudeginum. Ég sá á blogginu hans Palla, að Helgi er búinn að koma sér vel fyrir ;) Allavega búinn að kaupa sér nýjan bíl undir bjórinn, eins og Palli orðaði það. Það stefnir því mjög góða helgi, svo framarlega sem veðrið verði á sínum stað. Það er rólegt í vinnunni núna, og því gafst tími fyrir smá blogg.

Kv. Nonni.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home