Í nýja árinu á fullri ferð
Jæja hvað segið þið þá?
Ég er bara helvíti góður. Maður er svona rétt að komast á skrið eftir jólafrí. Kom suður um þar síðustu helgi til þess að byrja í vinnunni, en núna er komin vika síðan Arnar byrjaði í MK, á meðan ég og Kristín fengum "auka" viku. Helgin var stórátakalaus í meira lagi. Ég skrapp reyndar til Hreiðars á föstudeginum, í létt innlit og smá "PRO". Á laugardeginum fórum ég og Kristín á útrýmingarsölu í IKEA- Holtagarðum. Þar sem ég verslaði mér netta bókahillu, á fínu verði. Þetta var sömuleiðis rosaleg upplifun að fara þarna inn og sjá Íslendinga tapa sér, eins og þeim einum er lagið. Sendiferðabílar hægri, vinstri og búðin við það að tæmast. Síðar um daginn fóru Kristín og Arnar á handbolta-landsleikinn, á meðan ég fylgdist með enska boltanum ;). Í gær var síðan slappað af....
En já, skólinn er að byrja í dag, og þá verður planið fljótt að fyllast aftur. Það verður þó pláss fyrir fleiri vísindaferðir að þessu sinni ;)
See ya
Ég er bara helvíti góður. Maður er svona rétt að komast á skrið eftir jólafrí. Kom suður um þar síðustu helgi til þess að byrja í vinnunni, en núna er komin vika síðan Arnar byrjaði í MK, á meðan ég og Kristín fengum "auka" viku. Helgin var stórátakalaus í meira lagi. Ég skrapp reyndar til Hreiðars á föstudeginum, í létt innlit og smá "PRO". Á laugardeginum fórum ég og Kristín á útrýmingarsölu í IKEA- Holtagarðum. Þar sem ég verslaði mér netta bókahillu, á fínu verði. Þetta var sömuleiðis rosaleg upplifun að fara þarna inn og sjá Íslendinga tapa sér, eins og þeim einum er lagið. Sendiferðabílar hægri, vinstri og búðin við það að tæmast. Síðar um daginn fóru Kristín og Arnar á handbolta-landsleikinn, á meðan ég fylgdist með enska boltanum ;). Í gær var síðan slappað af....
En já, skólinn er að byrja í dag, og þá verður planið fljótt að fyllast aftur. Það verður þó pláss fyrir fleiri vísindaferðir að þessu sinni ;)
See ya
6 Comments:
jæja Nonni minn, ég sé að þúe rt allur að lifna við með það að blogga ;) ég er mjög ánægð með það, það eru þá bara fleiri sem æeg get commentað hjá og það er bara plús :) en heyri í þér
bíddu nú við! Búinn að blogga strax aftur. Ég er bara í sjokki.
já ég skil þig mjög vel Runi, ég vissi varla hvert ég ætti að snúa mér þegar ég sá að hann væri búinn að blogga strax aftur núna... honum fer fram greinilega eða þá að við séum bara svo skemmtileg og honum finnist svo gaman að fá comment frá okkur... ?? nei ég bara spyr.
Voðalega veltið þið ykkur upp úr þessu, hehe. Þetta er einfalt, stundum hefur maður bloggþörf, stundum ekki ;)
Persónulega tel ég regluleg blogg ofmetinn...
Ég blogga á tveggja mánaða fresti og ég fæ 50 heimsóknir á dag á síðuna mína...
Fólk á sér ekki líf... ;)
Er algjörlega ósammála þér, regluleg blogg eru alls ekki ofmetin. Mér finnst t.d. alveg óborganlegt að lesa blogg, og þá jafnvel hjá fólki sem maður þekkir ekki neitt, þ.e. ef tíminn leyfir. Blogg um dægurmál geta sömuleiðis kveikt í manni ;)
Það eina sem er ofmetið í þessu sambandi, eru heimsóknirnar á síðuna þína ;) án djóks,
Skrifa ummæli
<< Home