miðvikudagur, apríl 09, 2008

Brunaútsala [Í nýja turninum í Smáratorgi]

Og af stað var farið [rétt rúmlega tíu í kvöld], og myndavélin að sjálfsögðu gripin með. Það var hins vegar erfitt að ná góðum myndum, þar sem lögreglan var út um allt. Fórum eiginlega út um allt, t.d. yfir á planið við Smáralind, þar sá maður ágætlega yfir. Leyfi nokkrum myndum að fylgja, en þess má geta að sólarlagsmyndin er frá því fyrr um kvöldið.
Fjölmiðlarnir voru að sjálfsögðu mættir á svæðið, en hér var myndatökumaður frá Stöð2 að ganga frá, um það leyti sem við vorum að mæta.
Það var enginn eldur sjáanlegur, en reykurinn var þónokkur fyrst eftir að við komum, eins og sjá má á myndunum hér að ofan.
Að endingu fær Arnar eina mynd af sér, er bara mjög sáttur með hana ;)
Bið að heilsa ykkur öllum...

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég verð víst að ríða á vaðið með athugasemd, annars fínar myndir.

„Skrifaðu svarið við spurningunni.“
Þetta var heilræði til mín frá Nonna um hvernig ég ætti að svara einni tiltekinni spurningu (í efnafræði).

11:42 e.h., apríl 10, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta var skemmtilega orðað, þú verður að viðurkenna það ;), enda er ég mjög vel að mér í efnafræðinni, hehe (not)

2:29 e.h., apríl 11, 2008  

Skrifa ummæli

<< Home