ARSENAL, ARSENAL, ARSENAL
Ég er ekki vanur að tala upp fótbolta hérna, en ég verð bara að gera undantekningu í kvöld. Mér líður eins og mínir menn hafi orðið Evrópumeistarar, stórkostlegur leikur, hreint út sagt, og 0-2 sigur á San Siro, staðreynd. Ég grét í fyrri hálfleik, þegar brotið var á Hleb, og hann fékk gult spjald fyrir leikaraskap, var víst orðinn eitthvað tæpur... (rétt eins og dómarinn) og það bætti ekki úr skák þegar Fabregas smellti tuðrunni í slánna, andartaki síðar...
Seinni hálfleikurinn var síðan alveg svakalegur, mér leið eins og í spennutreyju... Milan líklegir til þess að gera sig líklega, allt þangað til Fabregas, ákvað að skjóta af 27 metra færi, beint í bláhornið!!! (Smellið á myndina til þess að sjá svipmyndir úr leiknum).
Seinni hálfleikurinn var síðan alveg svakalegur, mér leið eins og í spennutreyju... Milan líklegir til þess að gera sig líklega, allt þangað til Fabregas, ákvað að skjóta af 27 metra færi, beint í bláhornið!!! (Smellið á myndina til þess að sjá svipmyndir úr leiknum).
Það að Adebayor skildi síðan bæta öðru við, rétt undir lokin, gerði þetta bara enn sætara ;)
2 Comments:
Góður sigur hjá þínum mönnum...
Var reyndar svolítið að vona að fá AC Milan-Liverpool í 8-liða úrslitum...
Það verður Liverpool-Arsenal í undanúrslitum eða úrslitum ;)
Allt betra en Man Utd ;)
Skrifa ummæli
<< Home