föstudagur, október 12, 2007

GAMLI GÓÐI VILLI (3990)

Góðan og blessaðan daginn

Ég var á kafi í vinnu í gær þegar ég fékk eftirfarandi skilaboð frá Palla: „Búinn að frétta? Meirihlutinn í borginni sprunginn!“ Ég varð fyrst og fremst hissa, en síðan kom upp glott innra með mér, mér leið eins og blaðamanni, sem hafði óvænt fengið frétt ársins upp í hendurnar. Þessu átti ég alls ekki von á, þó svo að viðtalið sem Sigmar tók við Dag B, og Þorbjörgu Helgu í Kastljósinu kvöldið áður, hafi gefið einhverjar vísbendingar (svona eftir á allavegana). Þar sást langar leiðir, þegar Sigmar æsti Þorbjörgu upp, hún komst á flug, hún varð reið. Alltaf gaman að fylgjast með slíkum umræðum, og ekki síst hjá stjórnmálamönnum. Sigmar stóð sig með prýði, líkt og í gærkveldi, þegar tíðindi dagsins voru reifuð. Það er greinileg ólga innan Sjálfstæðisflokksins (klúður innan þeirra raða), og Villi Vill, er þess vegna ekki sá vinsælasti þessa dagana, pólitískum ferli hans er lokið, það sjá allir. Bingi sá sér hins vegar leik á borði og nýtti tækifærið til fulls, fyrir vikið stendur hann upp sem sigurvegari. Andlitið datt af Sjálfstæðismönnum, líkt og hjá Framsóknarmönnum í vor, eftir Alþingiskosningarnar, þeir voru svekktir, þeir voru reiðir. (Voru Framsókn að launa Sjöllunum greiðann?, það held ég). Það er með öllu ljóst að Framsókn starfar ekki með Sjálfstæðismönnum, á næstunni..., það er spurning hvort Kópavogur sé næstur? Ég er ekki vanur að blogga um pólitík, en eftir að hafa skoðað Baggalút, þá bara varð ég...


„Loksins er hún aftur fáanleg þessi elskaða sjálfsævisögulega kennslubók í lestri. Hér er farið yfir feril gamla góða Villa í hnitmiðuðu og skemmtilegu máli. Kjörið lærdómsrit fyrir yngstu lesendurna til að kynnast innviðum borgarpólitíkurinnar í hnotskurn.“

Brot - 1. kapítuli:

Gamli góði Villi lenti í vandræðum.
Það voru heilmikil vandræði.
Hann sagði:
Hver ber ábyrgð á þessu rugli?
Bjarni Ármannsson sagði: Ekki ég.
Guðmundur Þóroddsson sagði: Ekki ég.
Björni Ingi sagði: Ekki ég.
Gamli góði Villi sagði:
Nú, þá hlýtur það að vera ég.

Leiðbeinandi verð: 94.000 kr

Þangað til næst, með kveðju
Nonni

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þvílíkt meistaraverk sem litla gula hænan er... þegar ég sá myndina af þessari klassík þá fékk ég bara flashback aftur í 1 bekk þegar maður var 6 ára skrípi :D

9:12 e.h., október 16, 2007  
Anonymous Nafnlaus said...

hehe.. hún er góð, manstu ekki eftir "Gagn og Gaman"?

9:40 f.h., október 18, 2007  
Anonymous Nafnlaus said...

jú það geri ég... oh.... flashback til grunnskólanns :D

7:09 e.h., október 18, 2007  
Anonymous Nafnlaus said...

en hvernig væri nú að fara að koma með ferskt blogg svona í tilefni af nýjum mánuði... jafnvel kannski að minnast aðeins á lagið hans Barða :D

10:56 e.h., nóvember 09, 2007  
Anonymous Nafnlaus said...

Hugsa bara að ég komi með jólalagablogg í desember, það er svo óvenjustutt, þangað til ;)

10:59 f.h., nóvember 12, 2007  
Anonymous Nafnlaus said...

Hey ég er með hugmynd.... það er kominn DESEMBER... og ég var að velta fyrir mér um jólalagabloggið sem mér var lofað þann 12 nóvember 2007 kl 10:59AM :D

bara svona að minna aðeins á það :D

11:25 e.h., desember 18, 2007  

Skrifa ummæli

<< Home