mánudagur, apríl 23, 2007

Sleikti sumarið

Sæl öll!!!

Ætlaði að smella þessari færslu hingað inn um síðustu helgi, en það fórst eitthvað fyrir mér. Héðan er að sjálfsögðu allt gott að frétta, skólinn að klárast og prófin að byrja. Að ógleymdum kosningunum framundan. Förum ekkert nánar út í þá sálma að sinni. Hins vegar tókum við systkinin smá rúnt á Sumardeginum fyrsta, frá Hallgrímskirkju, niður eftir Skólavörðustígnum, Laugaveginum, Austurstræti og að Ingólfstorgi.

Ég tók myndavélina með, og þar sem þetta eru slagfærar myndir, þá leyfi ég þeim að fylgja með ;) Veðrið var bara nokkuð gott, þó svo að það hafi verið ansi napurt á þeim svæðum sem sólin náði ekki til. Mikill fjöldi fólks var í bænum, og flestir eflaust að fylgjast með húsunum sem höfðu brunnið daginn áður. Hreint og beint nöturleg sjón að sjá aðkomuna, eins og sjá má á myndunum hér að neðan.

Eftir að hafa staldrað við í nokkra stund og hitt m.a. Palla Ágústu fyrir utan Hressó, var haldið áfram og niður að Ingólfstorgi. Þar var splæst í Bragðaref, sest niður og slappað af. Þessa mynd tók ég einmitt þar, á meðan ég dásamaðist af hjólinu, sem var by the way, "algjör klassi". Eftir dálitla pásu var síðan haldið áfram og tilbaka niður í Lækjargötu, upp að MR og síðan með nokkrum krókaleiðum aftur upp að Skólavörðustígnum. Við Hallgrímskirkjuna stoppuðum við í nokkra stund. Magnað mannvirki og þá sérstaklega þegar inn var komið, fórum þó ekki í turninn, en það er næsta mission.

Læt þetta gott í bili, en hugsa þó að ég komi með svakalega færslu eftir djammdag ársins, eins og ég kýs að kall´ann.






Með kv. Nonni

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Vá þið eruð svo menningarleg að það er alveg meiriháttar... gangi þér allt í haginn í prófunum og skilaðu kveðju til Stínu litlu frá mér... ;D ég veit að hún "dýrkar" það að vera kölluð Sína... er haggi?? :D djók í smók... heyrumst og bíð spennt eftir krassandi bloggi eftir djammdaginn svakalega..

6:48 e.h., apríl 24, 2007  
Anonymous Nafnlaus said...

Hann á afmæli í dag, hann á ....

Nennti ekki að syngja meira, til hamingju með daginn.
Megi 26. árið í röðinni færa þér hamingju og velferð... ;-)

1:49 e.h., apríl 27, 2007  
Anonymous Nafnlaus said...

Blessaður og sæll, langt síðan maður hefur kíkt á þig! ;)
Það er ekkert smá menningarlegheitin á þér drengur, liggur við að maður dáist að þér fyrir að nenna þessu :)
En heyrumst! Kv. Hilda

6:16 e.h., maí 03, 2007  
Anonymous Nafnlaus said...

Sælir.

Menningin hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá Nonna og þá sérstaklega Kirkjur :) Right ;) Er nokkuð kominn kosningaskjálfti í menn?

Mbk:

Helgi

9:54 e.h., maí 11, 2007  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég hugsa að það hafi aðallega verið prófskjálti í mönnum. Kosningarnar og Eurovision-ið voru síðan sér kapituli út af fyrir sig. Kem með færslu um það einhvern tímann á næstunni ;) Partýið, og djammið um nóttina var hins vegar eðal-klassi ;P

10:15 e.h., maí 15, 2007  
Anonymous Nafnlaus said...

Sælir
Þú ert alveg arfaslakur bloggari ef ég á að vera hreinskilin;)
ætlaði annars bara að kasta á þig kveðju!

12:15 f.h., maí 29, 2007  

Skrifa ummæli

<< Home