þriðjudagur, janúar 30, 2007

Blood Diamond

Á þessa ágætu mynd skellti ég mér á föstudagskvöldinu, um áttaleytið, ásamt Kristínu og Arnari. Ég hvet ykkur eindregið til að kíkka á þessa. Góðir leikarar og sterkur söguþráður, hún skilur mikið eftir sig. Hún var meir að segja það góð, að lakklyktin sem barst yfir salinn fékk okkur ekki til þess að fara út. En þannig var nú mál með vexti að forsvarsmönnum Sambíóanna, hefur fundist það snjallræði að lakka skrifstofurnar á þessum tíma. Þvílíkir snillingar.

Á laugardeginum var farið í Sporthúsið í netta upphitun fyrir handboltann síðar um daginn ;) - Það var afskaplega sætt að sjá Íslendinga tryggja sér sæti í 8 liða úrslitum. Leikurinn á móti Þjóðverjum daginn eftir, skipti því engu máli. Um kvöldið var síðan þorramatur, en Kristín sá aðallega um að borða það súrmatinn.

Evró-keppnin tók síðan við, þar sem þrjú topplög komust áfram. Ég er þó ekki alveg að meika Jónsa, (helst til of mikið fyrir minn smekk), þó svo að lagið sé virkilega gott. Flutningurinn minnti mig á Heaven hér um árið, útþandar æðar og öskur inn á milli. Ef hann vinnur hins vegar, þá væri hugsanlega hægt að bjarga þessu með einu móti, þ.e. klæða hann upp sem eskimóa :)

Hin lögin voru góð. Ég tel að lagið með Friðriki Ómari myndi pottþétt skila okkur í gegnum undankeppnina færi hann út með það, gott lag og góður söngur. Eiríkur Hauks skilaði þessu sömuleiðis vel, þó svo að persónutöfrar hans á sviði hafi verið takmarkaðir. Það er sömuleiðis mjög gott lag.

Bið annars að heilsa, þarf að skjótast í tíma ;)

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Uss Nonni, langar rosalega til að sjá Blood Diamond, fer örugglega á hana um helgina samt...
Hvað varðar Eurovision...

Var að sjá lögin í þessum töluðu orðum og...

Friðrik Ómar: Ömurlegt ég hataði það! Glatað lag og óþolandi dúkkulísa sem syngur.

Jónsi: Slapp fyrir horn. Lagið er nokkuð gott og Jónsi er batna sem söngvari, það er helst attitudið sem fer taugarnar á mér. (Ég er massaður!)

Eiríkur Hauks: Frábært! Hann er lang flottastur og með langbesta lagið að mínu mati :) Ég held með Eika takk fyrir ;)

4:18 e.h., janúar 30, 2007  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég get bara ekki verið sammála þér. Friðrik Ómar syngur þetta feykigóða lag, mjög vel. Það að hann sé umdeildur sem persóna ætti ekki að skipta máli.

Er hins vegar sammála þér með Jónsa, og Eika, það sem stendur upp úr laginu hjá Eiríki er gítar-sólóið, stórkostlegt og setur punktinn yfir i-ið.

4:58 e.h., janúar 31, 2007  
Anonymous Nafnlaus said...

Mér finnst Friðrik Ómar ekkert umdeildari sem persóna frekar en Jónsi og Eríkur...

Það er bara ekki hægt að láta hann fara út til að kynna landið, sjá manninn!!

Við yrðum að setja hann í skrímslabúning ;)

Nei í alvöru talað finnst mér þetta óþolandi atriði, alltof smeðjulegt...

12:33 f.h., febrúar 01, 2007  

Skrifa ummæli

<< Home