miðvikudagur, janúar 24, 2007

Helgarfílingur, eða hvað?

Jæja þá,

Það er náttúrulega ekkert að frétta, nema það að Íslendingar rótburstuðu Frakka í fyrradag. Stórkostleg skemmtun, eftir algjöra niðurlægingu gegn Úkraínu. Síðar í dag er síðan leikurinn við Túnis. Áfram Ísland og ekkert rugl!!!

Helgin var bara með besta móti, fór í vísindaferð á föstudeginum í SKO, sem var bara helvíti nett verð ég að segja. Það var samt einum of mikill troðningur í þessu RISA-húsnæði ;)
Eftir Vísó skellti ég mér á Hressó, þar sem Vaka var að kynna listann í stúdenta-pólitíkinni, Vaka til hægri, Röskva til vinstri, en þeir síðarnefndu voru á PRAVDA. Eisi og Gotti voru sömuleiðis að spila á Hressó, svo þetta voru því tvær flugur í einu höggi. Þarna hélt ég til í góðum fíling fram eftir kvöldi, kíkti þá aðeins á Pravda áður en ég fór heim, didn´t like it.

Á laugardagum var skundað á Players, með Hreiðari, Palla og Oddnýju, til þess eins að kíkka á Liverpool & Chelsea, þetta var frábær helgi, því á sunnudeginum fórum við aftur, og þá var haldið á Emirates,,,jeeeeeY - þar sem Arsenal sigruðu Man Utd afskaplega sætt,,,,, so true, so true!!! Djöfull hefði ég viljað vera á vellinum!!! Þar hitti ég Ödda frænda, og fjölsk... sem er að sjálfsögðu Arsenal-maður í húð og hár.

Á laugardagskvöldinu bauð Palli okkur heim til sín í kaffi, og með því, þ.e. snakk og Eurovision. Þar held ég að allir hafi verið sammála um að Matti hafi sungið besta lagið (Húsin hafa augu), eða svona næstum því allir ;) Palli var hrifnastur af Bríeti Sunnu, (Blómabörn). Síðar um kvöldið fórum við á myndina Deja Vú, reyndar frítt, svo ég hef ekki efni á því að gagnrýna hana.

Lögin um þessa helgi í EURO, eru síðan aðeins skárri, en um síðustu (Gátu varla versnað), ég tók smá rúnt á þeim, áðan og þetta eru þau sem skara fram úr.

# Ég les í lófa þínum - Eiríkur Hauksson
# Segðu mér - Jónsi
# Eldur - Friðrik Ómar

Heyrumst

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Var ekki búinn að heyra allt lagið með Bríet þegar ég lagði fram þessa staðhæfingu, er búinn að heyra það núna...
Matti er aðeins betri, lagið er samt hallærislegt ;)

6:26 e.h., janúar 24, 2007  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég segji nú bara það að helgin var greinilega tekin með trompi hjá þér, ekki slæmt, gæti útskýrt af hverju var svona erfitt að ná í þig á laugardeginum eftir Eurovision :) segji nú ekki annað, en ég er mjög sammála þér með það að þetta var frekar sætur sigur hjá Arsenal á móti Manchester... get ekki neitað því, en ég bið að heilsa þér í bili og heyri í þér kannski eftir næsta Eurovision kvöld :)

11:08 e.h., janúar 24, 2007  
Anonymous Nafnlaus said...

Hvað finnst ykkur þá um lögin um næstu helgi? Express your opinion?

10:49 f.h., janúar 25, 2007  

Skrifa ummæli

<< Home