mánudagur, febrúar 19, 2007

Rauðhærð Euro(sk)vísa

Heil og sæl, gaman að sjá ykkur ;)
Eins og Vordís pantaði í síðasta svari, þá kemur hér örlítil skoðun frá mér, um framlag Íslands til Eurovision, þetta árið:

Lagið „Ég les í lófa þínum“ sem Eiríkur Hauks flytur, er stórgóð rokk-melódía. Viðlagið grípandi og Eiríkur syngur sömuleiðis mjög vel. Þrátt fyrir þetta mikla hól, þá tel ég að lagið muni ekki komast upp úr undankeppninni og inn í úrslitin í maí n.k. Ég held reyndar að enginn viti, hvað þurfi til þess ;)

Það kom mér í sjálfu sér á óvart að Eiríkur skyldi hreppa hnossið, en ég taldi að fjögur lög myndu berjast um Finnlands-ferðina. Bjóst t.d. frekar við því að Friðrik Ómar eða Hafsteinn færu út. Sjálfur hélt ég mest upp á Húsin hafa augu, sem Matti söng og hefði gjarnan viljað sjá það fara áfram.
Eiríkur er hins vegar vel að sigrinum kominn, þó svo að persónutöfrar hans á sviði heilli mig ekki. Núna er bara að bíða eftir því að heyra lagið frumflutt á ensku ;)

# Eldur (2)
--------
# Húsin hafa augu (Mitt atkvæði)
--------
Hvað fannst ykkur?

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég er í sigurvímu!!! haha

Þetta er í fyrsta skiptið í sögu einhverjar söngvakeppni að lagið sem ég held með vinni keppnina.

Ég er himinlifandi, ég hefði trompast er Friðrik Ómar smeðjukjaftur hefði farið út!!! :-D

Ég er mjög bjartsýnn á keppnina í ár og ég held að Eiki skili okkur beint í úrslitakeppnina á næsta ári ;-)

2:59 e.h., febrúar 19, 2007  
Anonymous Nafnlaus said...

Eiki rauði ;)

Ég held reyndar að hann eigi alveg að geta gert einhverjar rósir með þetta lag :) vona það allavega. við verðum að komast uppúr forkeppninni, annars getum við nú bara farið að hætta þessu ;)

Annars þá hélt ég meira uppá t.d "húsin hafa augu" - en veit ekki hverju eurovisionvænt það lag er.

Vonum að lagið eigi eftir að vekja lukku út í Evróvisíóinu :)

6:02 e.h., febrúar 19, 2007  
Anonymous Nafnlaus said...

Sæll Nonni...

Ég er mjög ánægð með það að Eiki skuli fara út en fyrir mína parta þá held ég að hann muni ekki komast langt á þessu lagi... ég held allavega ekki en maður veit svo sem ekki fyrr en komið er í keppnina hvað á eftir að gerast.

Ég vonaði að annað hvort Eiki eða Friðrik myndu vinna þetta svo ég er alveg sátt en svo er bara að bíða og sjá hvað mun gerast í maí.

En heyrumst :D

6:29 e.h., febrúar 19, 2007  
Anonymous Nafnlaus said...

sælir bara kvitta fyrir komuna! kiki hingað af og til

3:32 e.h., febrúar 23, 2007  
Blogger Halla said...

Blessaður ;)
Ég var búin að gleyma hversu harður Eurovision kappi þú ert :D hehehe bara gaman að því!
Annars var ég að vinna í Eurovisioninu og það var ekkert smá mikið stuð, mikill munur á rauðhærðum mönnum þar á bæ... sítt rautt hár og sigurvíma vs. stutt rautt hár og tapsár :)

Heyri í þér :)
Halla skalla

5:37 e.h., febrúar 26, 2007  

Skrifa ummæli

<< Home