föstudagur, júní 15, 2007

Aftur komin helgi!!!

Sælir bloggunnendur!!!


Ákvað að smella mér í eina færslu núna, enda liggur vel á félaganum og stutt síðan ég bloggaði síðast. Fór á bekkjardjamm síðasta laugardag, sem var by the way algjör snilld, frábært hvað bekkurinn er duglegur að hittast ;)

Tilefni þessarar færslu er þó annað, og meira svona öðruvísi blogg, en þetta vanalega. Ákvað að taka til og kynna fyrir ykkur 5 lög, ýmist þekkt, óþekkt eða athyglisverð. Þau urðu náttúrulega að vera góð, nema kannski það 1. sem ég þoli ekkert sérstaklega vel.

Hér að neðan má sjá þau lög, sem ég fann í fyrradag þegar ég var að leita af lagi nr. 5. Enjoy*

1. Það fyrsta ættu allir að kannast við, en það nefnist Molotow Cocktail Party eftir Vivi Bach & Dietmar Schonherr. Athyglisverður flutingur þar á ferð, sem við þekkjum betur í útsetningu Baggalúts.

2. Annað lag sem ég fann að þessu tilefni nefnist Broken Arm, og er með hljómsveitinni Winterpills. Þetta er algjörlega þess virði að hlusta á ;) - Mjög gott og minnir mig alveg rosalega á Írsku systkinin í bandinu Corrs.

3. Það þriðja heitir Simple Plan og er magnað, hreint út sagt. Laglínan og viðlagið, hef ekki lýsingarorð til þess að lýsa þessu!!!

4. Fjórða lagið er hinsvegar spez, ég mæli með, að þeir sem eru ekki með háhraðatengingu sleppi því að hlusta, minnir á Grýlurnar og nefnist On Parade

5. Að lokum er það rúsínan í pylsuendanum. Hljómsveitin "Band of Horses" flytur lagið sem nefnist The Funeral. Stórkostlegt lag!!! Smellið á myndina til þess að sjá myndbandið, en hér til þess að hala því niður á (mp3).









Góða helgi ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home