föstudagur, júní 08, 2007

Flaskan mín fríð

Sæl öll, (varð bara að byrja bloggið með mynd af þér Mr. "Heinesen"). Alveg svakalegt ljósmyndalúkkið á þessari ;)














En allavegana, það er komið að bloggi, og kannski kominn tími til. Hef lengi ætlað að smella hingað inn færslu, en áhuginn hefur verið eitthvað takmarkaður af minni hálfu. Það er að sjálfsögðu mjög lítið að frétta, þar sem stór hluti dagsins, fer núorðið í vinnu og svefn til skiptis. Fékk reyndar góða heimsókn frá Palla og Oddnýju um daginn, sem komu mér skemmtilega á óvart, líkt og Helgi Bóndi þar á undan. Bið fyrir borgarkveðju, norður og austur.














Það er varla að ég muni lengra aftur,,,, nema kannski að Eurovision & kosninga/teitinu sem ég og Kristín, héldum heima hjá mér, fámennt en góðmennt var yfirskrift þess. Úr þessu öllu saman, varð virkilega góð skemmtun, þar sem hápunkturinn var án efa, þegar Hreiðar stökk út á Nýbýlaveg og húkkaði á tvo taxa fyrir liðið, en eins og fólk veit, sem ætlaði í bæinn, þá var ekki sénsinn að reyna að hringja inn, (5-88-55-22), virkaði sem sagt ekki. Algjört topp kvöld, þar sem góður vinahópur skemmti sér ærlega yfir kosningunum, og sigurlagi Eurovision frá Serbíu.















Dagurinn sjálfur hafði byrjað á því að ég fór í próf í Opinberri Stefnumótun, einstaklega fjörugt að byrja kosningadaginn á þessum nótum og það á laugardegi. Var líka dauðfeginn að komast út, og aftur upp í Kópavog, því næsta mál á dagskrá, var að skella sér upp í Kópavogsskóla og kjósa, þar var að sjálfsögðu engin bið, svo þetta rann allt ósköp, ljúflega í gegn. Því næst var Þverbrekka 4 tekin með trompi, og gerð klár fyrir kvöldið. Allt shine-að hátt og lágt, eða svona næstum því :) - Ferð í Smáralindina fylgdi síðan fljótlega i kjölfarið, mig minnir að ég hafi skroppið í Ríkið, er samt ekki alveg viss ;) - Vorum allavegana búin að kaupa inn fyrir kvöldið,,, grillmat og grill, það síðarnefnda sló síðan alveg rækilega í gegn, þar sem það var svona nettur Verslunarmanna(Helgar)-fílingur yfir þessu, (grillin voru einnota), ætti kannski ekki að vera að segja frá þessu, (hóst). Mér skildist líka á Palla að hann hefði skemmt sér vel yfir grillinu, hehe - Annað sem varð líka algjör hittari var Doritos-rétturinn hans Hreiðars sem sló rækilega í gegn, (Fæ svona Hómer mómentó) við að skrifa þetta). Algjörlega frábær matur, þar sem eftirrétturinn setti síðan punktinn yfir i-ið.















Eftir að Eurovision lauk tók kosningavakan við, þar sem beðið var eftir fyrstu tölum með mikilli eftirvæntingu. Það urðu því áköf fagnaðarlæti á vinstri-vængnum eftir að fyrstu tölur lágu fyrir... Ég var fyrir mína parta allavegana mjög glaður ;) - Mér skilst að það hafi verið nóg af veigum, sem kláruðust líka mestan partinn, ástandið á fólki var líka ansi misjafnt, ég hugsa líka að ég viti núna afhverju Hreiðar var svona viljugur að skella sér út á miðjan Nýbýlaveginn. Ástæðan jú, þegar við komum niður í bæ, var enginn Hreiðar... sjálft skemmtanaljónið hafði gefist upp og tekið taxa heim, hehe, þvílíkur snillingur...















Í bænum var þetta venjubundna rölt tekið, með misgóðum árangri. Runi, Palli og Oddný fóru síðan aðeins fyrr heim, á meðan ég og Kristín stöldruðum aðeins við á Celtic Cross, þar sem við ílengdumst aðeins með bekkjarsystrum hennar. Bílaleiguröðin reyndist Runa ofviða svo hann byrjaði að ganga út á Seltjarnarnes,,, komst að Hjarðahaganum, félaginn, en þar stoppuðu Palle og Oddný fyrir honum.















Og leigubílaröðin var síðan hreint helvíti, þegar við komum að henni. Við tók mjög löng bið, sem varði líkast til í um klukkutíma. Vorum því afskaplega fegin að komast heim snemma um morguninn.


-Mig langar síðan að benda ykkur, á MSN-ið mitt sem er nonni_r@hotmail.com (nonnibandstrikniðriathotmaildotcom)



Over and out!!!

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Haha, góð færsla hjá þér...

Þetta var ansi hreint magnað kvöld, tökum vonandi aftur someday, one day...

Myndin af Runa gæti farið í ljósmyndakeppni hún er alveg hreint mögnuð þegar maður fer að skoða hana...

Heyrumst seinna, bið að heilsa í borgina ;-)

5:05 e.h., júní 08, 2007  
Anonymous Nafnlaus said...

gaman að sjá að afrek mitt hefur ekki farið fram hjá neinum(gangan). Kíki kannski í heimsókn til þín bráðlega, er kominn í nokkura vikna frí.

5:13 e.h., júní 08, 2007  
Anonymous Nafnlaus said...

Sjaldséðir hvítir hrafnar ;) ekki segja mér að þú sért kominn aftur í frí? Og nýkominn úr frí-i, hehe. Þið eruð velkomnir hvenær sem er. Við þurfum nauðsynlega að taka annað gott djamm í sumar, spurning um hvar á hnettinum það verður :)

p.s. góður félagsskapur er yfirleitt ávísun á gott djamm ;)

9:32 f.h., júní 09, 2007  

Skrifa ummæli

<< Home