Húnavakan, stuttur pistill (3366)
Gaman að sjá ykkur - Vil sömuleiðis taka það fram áður en lengra er haldið að Bryndís Fanný tók myndirnar. Það er bara ekki hægt að hafa blogg, án mynda ;)
Héðan er allt bærilegt að frétta, er reyndar að jafna mig eftir síðustu helgi sem var í einu orði stórkostleg. Eftir nokkra umhugsun, og nokkur símtöl norður ákvað ég að skella mér á Húnavöku á Blönduósi. Hún sveik sko ekki. Til þess að gera langa sögu stutta, þá hætti ég snemma í vinnunni á föstudeginum, snérist smá fyrir mömmu og pabba í bænum, áður en ég lagði í hann norður. Ferðin sóttist vel, þó svo að umferðin hefði verið með þyngra móti. Tók þessu með jafnargeði og keyrði í rólegheitum. Stoppaði ekkert og var kominn í bæinn rétt rúmlega hálf sex.
Þar var tekið á móti manni eins og um kóng væri að ræða. Takk fyrir frábærar móttökur, Runi, Elín og Oddur. Það kom mér líka á óvart að sjá Runa skúra íbúðina, drengurinn fór á kostum, hehe. Um kvöldið kíkti hópurinn svo á Essó-Skálann og settist þar að snæðingi, fórum síðan aftur heim í íbúð og héldum smá upphitunarpartý fyrir laugardagskvöldið. Sannarlega mjög góður hittingur.
Á laugardeginum var svona reynt að sofa út, (svona eftir mesta megni), og koma sér síðan í gang fyrir daginn. Við skelltum okkur því næst á meistaraflokksleik, þar sem Hvöt lék gegn Hvöt. Sjá nánar hér – Leikurinn var stórgóð skemmtun, þar sem leikið var 2x 30 mínútur. Ég minnist líka frænda Runa sem kallaði hann Skallagrím, (svona líka þetta snilldar "comment" sem mikið var hlegið af ;) – guttinn var algjör snillingur... - Að leik loknum var farið yfir í Íþróttahúsið og miðar á ballið keyptir fyrir kvöldið...(Í Svörtum Fötum).
Fórum síðan að gera okkur klár fyrir matinn, en hópurinn (Ég, Runi, Elín, Oddur, Bryndís, Elín Ósk, Guðrún Ásta og Signý, er vonandi ekki að gleyma neinni) áttum pantað borð á Veitingastaðnum Pottinum og pönnunni. Þar fengum við dýrindismáltíð og hvítvín með. Stórglæsilegt í alla staði og virkilega flottur staður verð ég að segja.
Að mat loknum var tekinn smá rúntur, og síðan brunað heim í íbúð og í partý sem átti eftir að verða ansi skrautlegt ;) – hehe. Þar bættist Thelma í hópinn ásamt því að Tinna kærastan hans Karvels kíkkti inn, algjör synd að félaginn hafi ekki komið með henni norður.
Fullt af öðru fólki kom líka, sem ég veit ekki nánari deili á, sorry... Drykkjuleikurinn sló í gegn, og fólk skemmti sér alveg svakalega. Þegar líða tók á og fólk var farið að ærast í blokkinni (nei ég segi svona), fór fólk að tínast á ballið, sem var by the way, algjör snilld. Hljómsveitin var margfalt betri núna, en um síðustu Versló (fyrir austan á Neistaflugi). Það var sömuleiðis mikill fjöldi á ballinu sem stóð til að verða fjögur.
Það var erfitt að vakna daginn eftir, og það segi ég fyrir hönd okkar allra. Þynnkukjúklingurinn lagðist líka misvel í fólk ;). Eftir að vera orðinn svona sæmilega góður, þá lagði ég á stað suður, rétt rúmlega þrjú. Það átti síðan eftir að reynast happadrjúgt, því ég kom nokkuð snemma í bílaröðina og þurfti því ekki að bíða lengi (30 mín), og var ég þó mjög framarlega, sjá hér - Mér skilst að Thelma hafi verið tvo tíma frá Hvalfjarðargöngunum og að Reykjavík. Úff, ég hefði ekki meikað það...
En hvað um það, stórskemmtileg helgi að baki og brúðkaup framundan um næstu helgi. Þá verður haldið heim á Sigló. Það styttist líka í Versló, en það er 99,99% öruggt að ég verði á Sigló. Nauðsynlegt að komast aðeins heim og hlaða batterí-in. Leyfi nokkrum fleirum myndum að fljóta með, sem hún Bryndís tók, eins og áður segir - Sjáumst, og takk fyrir æðislegt djamm.
Kv. Nonni
Héðan er allt bærilegt að frétta, er reyndar að jafna mig eftir síðustu helgi sem var í einu orði stórkostleg. Eftir nokkra umhugsun, og nokkur símtöl norður ákvað ég að skella mér á Húnavöku á Blönduósi. Hún sveik sko ekki. Til þess að gera langa sögu stutta, þá hætti ég snemma í vinnunni á föstudeginum, snérist smá fyrir mömmu og pabba í bænum, áður en ég lagði í hann norður. Ferðin sóttist vel, þó svo að umferðin hefði verið með þyngra móti. Tók þessu með jafnargeði og keyrði í rólegheitum. Stoppaði ekkert og var kominn í bæinn rétt rúmlega hálf sex.
Þar var tekið á móti manni eins og um kóng væri að ræða. Takk fyrir frábærar móttökur, Runi, Elín og Oddur. Það kom mér líka á óvart að sjá Runa skúra íbúðina, drengurinn fór á kostum, hehe. Um kvöldið kíkti hópurinn svo á Essó-Skálann og settist þar að snæðingi, fórum síðan aftur heim í íbúð og héldum smá upphitunarpartý fyrir laugardagskvöldið. Sannarlega mjög góður hittingur.
Á laugardeginum var svona reynt að sofa út, (svona eftir mesta megni), og koma sér síðan í gang fyrir daginn. Við skelltum okkur því næst á meistaraflokksleik, þar sem Hvöt lék gegn Hvöt. Sjá nánar hér – Leikurinn var stórgóð skemmtun, þar sem leikið var 2x 30 mínútur. Ég minnist líka frænda Runa sem kallaði hann Skallagrím, (svona líka þetta snilldar "comment" sem mikið var hlegið af ;) – guttinn var algjör snillingur... - Að leik loknum var farið yfir í Íþróttahúsið og miðar á ballið keyptir fyrir kvöldið...(Í Svörtum Fötum).
Fórum síðan að gera okkur klár fyrir matinn, en hópurinn (Ég, Runi, Elín, Oddur, Bryndís, Elín Ósk, Guðrún Ásta og Signý, er vonandi ekki að gleyma neinni) áttum pantað borð á Veitingastaðnum Pottinum og pönnunni. Þar fengum við dýrindismáltíð og hvítvín með. Stórglæsilegt í alla staði og virkilega flottur staður verð ég að segja.
Að mat loknum var tekinn smá rúntur, og síðan brunað heim í íbúð og í partý sem átti eftir að verða ansi skrautlegt ;) – hehe. Þar bættist Thelma í hópinn ásamt því að Tinna kærastan hans Karvels kíkkti inn, algjör synd að félaginn hafi ekki komið með henni norður.
Fullt af öðru fólki kom líka, sem ég veit ekki nánari deili á, sorry... Drykkjuleikurinn sló í gegn, og fólk skemmti sér alveg svakalega. Þegar líða tók á og fólk var farið að ærast í blokkinni (nei ég segi svona), fór fólk að tínast á ballið, sem var by the way, algjör snilld. Hljómsveitin var margfalt betri núna, en um síðustu Versló (fyrir austan á Neistaflugi). Það var sömuleiðis mikill fjöldi á ballinu sem stóð til að verða fjögur.
Það var erfitt að vakna daginn eftir, og það segi ég fyrir hönd okkar allra. Þynnkukjúklingurinn lagðist líka misvel í fólk ;). Eftir að vera orðinn svona sæmilega góður, þá lagði ég á stað suður, rétt rúmlega þrjú. Það átti síðan eftir að reynast happadrjúgt, því ég kom nokkuð snemma í bílaröðina og þurfti því ekki að bíða lengi (30 mín), og var ég þó mjög framarlega, sjá hér - Mér skilst að Thelma hafi verið tvo tíma frá Hvalfjarðargöngunum og að Reykjavík. Úff, ég hefði ekki meikað það...
En hvað um það, stórskemmtileg helgi að baki og brúðkaup framundan um næstu helgi. Þá verður haldið heim á Sigló. Það styttist líka í Versló, en það er 99,99% öruggt að ég verði á Sigló. Nauðsynlegt að komast aðeins heim og hlaða batterí-in. Leyfi nokkrum fleirum myndum að fljóta með, sem hún Bryndís tók, eins og áður segir - Sjáumst, og takk fyrir æðislegt djamm.
Kv. Nonni
7 Comments:
Þakka enn og aftur fyrir heimsóknina. Þetta var nú enn skemmtilegra að lesa þetta en það var í minningunni, en hún er nú aðeins gloppótt hvort sem er um þetta kvöld ;)
Takk fyrir helgarinnlitið á dósina, þetta var gaman :D Finnst enn alveg jafnmagnað að við skulum hafa afrekað það að labba heim um nóttina í ansi skrautlegu ástandi.
En þetta var mjög gaman og það verður erfitt að toppa þetta held ég :D
En mikið var gott að geta sofið í rúminu sínu sunnudagskvöldið... það var illilega ljúft... alveg þangað til að vekjarinn byrjaði að glymja um 6 (að morgni til takk fyrir takk)
Þetta voru sum sé Danni og Gaui sem komu þarna :D
En takk aftur fyrir geðveikt gott djamm :D
LÚSER !!
ég var í 1 og hálfan tíma og var alveg stopp... fór bara í sólbað þarna & chillaði í rólegheitum..
Ætla líka að benda á það að ég vaknaði klukkan um hálf 10 ofur HRESS!!! var ekkert þunn eins og allir þarna..
& þetta hefði verið ömurlegt djamm hefði ég ekki stjórnað drykkjuleiknum & tónlistinni ;)
..blóm afþökkuð !
og svo þið vitið ÞÁ ER BANNAÐ AÐ TAKA MYNDIR AF MÉR ÞAÐ SEM EFTIR ER..!!! þú færð séns þar sem þú°varst nýr og vissir ekki betur..
Sorrý Thelma, ég varð bara að taka sénsinn ;) - myndirnar voru of góðar til þess að sleppa þeim, hehe
hvaða fulla fólk er eiginlega á þessum myndum þarna?? issi piss sko ;) hehe
Annars takk fyrir helgina ;)
haha já ég er sæmó myndasmiður.. takk f djammið þetta var mögnuð helgi.
Hvaða fulla fólk! hvað eruði að tala um?
Já það er erfitt að hætta að tala um helgina umtöluðu, tek sömuleiðis undir með Bryndísi, var einhver að drekka þarna? ;) - Snilld...
Skrifa ummæli
<< Home