„Þið myndist betur, en sá sem myndina tekur“

föstudagur, júlí 06, 2007

„Styttan sem talar“


Ein góð ;)

„Ég var staddur á Austurvelli þegar ég heyri rödd að ofan. Við það verð ég sleginn miklu felmtri og lít í óðagoti upp. Sé ég þá að styttan af Jóni Sigurðssyni horfir niður og talar til mín: „Össur, Össur, ég er búinn að standa hérna áratugum saman og ég er orðinn þreyttur. Sæktu mér hest, sæktu mér hest.“ Við þetta brá mér verulega. Hljóp ég inn í Alþingishúsið, ráðvilltur mjög, og hitti þar fyrir Sigurð Kára Kristjánsson fyrstan mann. Ég segi við hann að það sé eitthvað mjög skrítið að gerast. Ég sé farinn að heyra raddir. Við rjúkum saman út á Austurvöll að styttu Jóns. „Hlustaðu,“ segi ég, og viti menn, styttan talar! Við Sigurður Kári lítum upp og viti menn: Styttan segir: Össur, Össur, ég bað um hest en þú komst með asna!“

Góða helgi, m.kv. Nonni

posted by Jón Reynis bloggar at föstudagur, júlí 06, 2007

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég sem hélt að Össur væri asninn ;)

10:27 f.h., júlí 10, 2007  
Anonymous Nafnlaus said...

good joke... :D

9:28 e.h., júlí 11, 2007  

Skrifa ummæli

<< Home

Um mig

Myndin mín
Nafn: Jón Reynis bloggar
Staðsetning: Kópavogur, Iceland

Skoða allan prófílinn minn

Fyrri Færslur

  • Muse: Butterflies and Hurricanes
  • Aftur komin helgi!!!
  • Flaskan mín fríð
  • Sleikti sumarið
  • Þetta lag kallar á færslu,,,
  • Mig langar sko ekkert að blogga!!!
  • Kannski bara eitthvað... gamalt og gott
  • Rauðhærð Euro(sk)vísa
  • Meðmæli óskast
  • Grace Kelly - Mika

Powered by Blogger

Free Counter
Web Counters