„Styttan sem talar“
Ein góð ;)„Ég var staddur á Austurvelli þegar ég heyri rödd að ofan. Við það verð ég sleginn miklu felmtri og lít í óðagoti upp. Sé ég þá að styttan af Jóni Sigurðssyni horfir niður og talar til mín: „Össur, Össur, ég er búinn að standa hérna áratugum saman og ég er orðinn þreyttur. Sæktu mér hest, sæktu mér hest.“ Við þetta brá mér verulega. Hljóp ég inn í Alþingishúsið, ráðvilltur mjög, og hitti þar fyrir Sigurð Kára Kristjánsson fyrstan mann. Ég segi við hann að það sé eitthvað mjög skrítið að gerast. Ég sé farinn að heyra raddir. Við rjúkum saman út á Austurvöll að styttu Jóns. „Hlustaðu,“ segi ég, og viti menn, styttan talar! Við Sigurður Kári lítum upp og viti menn: Styttan segir: Össur, Össur, ég bað um hest en þú komst með asna!“Góða helgi, m.kv. Nonni
2 Comments:
Ég sem hélt að Össur væri asninn ;)
good joke... :D
Skrifa ummæli
<< Home