Er bridds ólöglegt?
Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, tók um síðustu helgi þátt í skipulögðu fjárhættuspili. Fjárhættuspilið sem um ræðir er bridge en Birkir tók þátt í bridgemóti sem haldið var á Hótel Loftleiðum. Þátttakendur spiluðu allir upp á peninga, þátttökugjöld voru innheimt og verðlaunafé greitt út til þeirra sem best stóðu sig.
Fjárhættuspil af þessu tagi hefur verið afar umdeilt undanfarin misseri en lögregla stöðvaði á síðasta ári skipulagt bridgemót sem haldið var af forsvarsmönnum Bridgesambands Íslands.
Er bridds ólöglegt? Nei
Afhverju er póker ólöglegur? Það veit enginn...
Er verið að gera úlfalda úr mýflugu? Já, klárlega...
Hvað finnst ykkur, á að lögleiða póker?
8 Comments:
Var þetta brids? Ég heyrði að þetta hafi verið póker...
En það er sama hvort það var, það er ekkert ólöglegt við póker fyrr en það er byrjað að leggja pening undir. Og það sama á væntanlega við um brids líka...
En er það rétt skilið að þeir borguðu þátttökugjald og sigurvegararnir fengu verðlaun??
hehe, ég lék mér svolítið með þennan texta (hefði kannski átt að taka það fram í lokin), það sem ég gerði var að ég setti orðið bridds inn þar sem áður stóð póker. Til þess að sýna fram á það, hversu kjánalegur þessi farsi er orðinn.
Það er sömuleiðis rétt skilið hjá þér, að það var borgað þátttökugjald, og sigurvegararnir fengu verðlaun, líkt og gerist í Bridds.
Yfirhöfuð, og þessu máli óviðkomandi, þá finnst mér að það ætti að leyfa fjárhættuspil, og þar af leiðandi spilavíti á Íslandi, en það er aftur á móti önnur saga...
Ég segi bara lög eru lög og ef löggjafinn fer ekki eftir þeim??
Hver gerir það þá? ;)
Ég skil ekki alveg hvað þú meinar? Ef þú ert að meina Birki, þá er hann hluti af framkvæmdavaldinu. Hins vegar eru þessi lög, um fjárhættuspil afskaplega misvísandi. Þau eru ekki skýr. Þess vegna finnst mér að það sé ekki hægt að banna póker, þegar bridds er spilaður með sama hætti!!!!
Já, ég er að tala um Birki, hann er alþingismaður, síðast þegar ég vissi, þá er hann hluti löggjafavaldsins, ráðherrarnir hafa framkvæmdavaldið ekki satt?
Í sambandi við Pókerinn, ég kann ekki að spila brids og veit ekki hvernig það er gert en ég kann póker.
Það ólöglega við hann er þegar menn fara leggja pening undir næsta spil sem þeir fá og þar af leiðandi verða hinir að gera það líka til að sjá spilið. Þetta myndi flokkast sem fjárhættuspil...
Það er hins vegar loðnara þegar menn borga hins vegar aðeins þátttökugjald og fá síðan verðlaun fyrir sigur í pókernum, ég held að það sé löglegt ;)
Svo ég svari þér, þá var borgað þátttökugjald í báðum mótunum (Bridds og Póker), síðan fékk sigurvegarinn peningaverðlaun. Sú aðferð sem þú bendir á, var ekki notuð. Það var ekki lagt undir í hverju spili. Þannig að, aðferðin er lögleg, enda getur lögreglan ekkert gert ;)
Varðandi framkvæmdavaldið og löggjafarvaldið, þá má segja að Birki sé núna hluti af löggjafarvaldinu. Hann var hins vegar hluti af framkvæmdarvaldinu, þegar Framsókn sat í ríkisstjórn.
Hæ Nonni....
ég vil bara þakka enn og aftur fyrir mig... ég er ennþá södd ef ég á að segja alveg eins og er...
endurtökum leikinn þegar eurovision verður í maí :D
spurning um nasa??
Fjárhættuspil ættu að vera leyfileg en auðvitað undir eftirliti.
Það er ekkert sniðugt að eh grey fari að tapa öllu sínu sökum ,,óvitaskaps,, og/eða desperation.
Skrifa ummæli
<< Home