föstudagur, febrúar 08, 2008

In my place (Vaka vs Röskva)

En já hvert var ég kominn, áramótin á Sigló, alveg rétt ;) - Þau voru góð, þó svo að það hefði ekki verið neitt áramótaball, það var allt lokað, ekki einu sinni pöbbinn opinn, líkt og í fyrra, að mig minnir. Að vera í jólafríi til 7. janúar var líka óborganlegt, en við komum suður þá... skólinn byrjaði viku síðar, en vinnan strax...

Síðustu vikurnar hafa verið brjálæðislega skemmtilegar, dagskráin þéttskipuð og það hefur verið gaman að vinna undir álagi. Vinna á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum, og skóli á föstudögum. Síðan tók ég það að mér að sitja í kjörstjórn fyrir Vöku, en Krissi hringdi í mig skömmu eftir áramót og bauð mér þetta. Þetta var eitthvað nýtt og vonandi skemmtilegt sem mig langaði rosalega að prófa. Ég sé ekki eftir því, þó svo að Vaka hafi tapað með sex atkvæðum í gær. Það að sitja á kjörstað, og hreinlega að komast á kjörstað í gær var ævintýralegt. Það að vera 40 mínútur úr Þverbrekkunni yfir í Læknagarð (Við hliðina á BSÍ) er bara djók, það var allt stopp. Var sennilega 30 mínútur á Nýbýlaveginum sjálfum. En þetta hafðist. Kjörsóknin féll líka talsvert niður seinni daginn, hjá mér, minnkaði hún t.d. um þriðjung.

Talningin gekk síðan vel síðar um kvöldið, þ.e. á fimmtudagskvöldinu. Það stemmdu nær allir kjörstaðir, og það var alveg hræðilega jafnt á með fylkingunum, þegar maður flokkaði atkvæðin niður, spennan var magnþrungin, það var sömuleiðis ólýsanlegt að vera þarna þegar fyrsta talningin stóð yfir, (fyrir Háskólaráðið), þar munaði 6 atkvæðum, og þar var ekki talið aftur, þar sem hvor fylking fékk, hvern sinn manninn inn.

Í talningunni í Stúdentaráðið var hins vegar ljóst að telja þyrfti aftur, ef mjótt yrði á mununum. Eftir fyrstu talningu munaði 8 atkvæðum á Röskvu og Vöku, Röskvu í vil. Þá fórum við í það að skoða öll atkvæði aftur (mjótt á munum), þá kom í ljós að eitt Vöku-atkvæði hafði flust yfir í Röskvu búnkann. Þá var talið aftur, en eftir þá talningu munaði 6 atkvæðum, og til þess að vera 100% viss, var talið aftur til öryggis.

Eftir þetta var gengið frá, úrslitin samþykkt og tilkynnt korteri síðar (Um klukkan korter yfir tvö). Vil bara annars þakka þeim góða hóp sem ég starfaði með. Það má segja að allt hafi gengið upp!!! Kjörstórn, Stebba fyrir að hafa leyst mig af á miðvikudeginum, og öllum því kosningaeftirlitsfólki sem nennti að sitja með mér á kjörstað, þetta var strembið, en í alla staði skemmtilegt - Mæli með þessu ;)

Þangað til næst, over and out!!!

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Damn!! óheppnir, kemur næst Vaka...
Hvað var málið með áramótin?? Þú hefðir átt að kíkja á Krókinn, var rífandi stemning á barnum ;)

10:11 e.h., febrúar 08, 2008  

Skrifa ummæli

<< Home