föstudagur, febrúar 01, 2008

This is the life

Er lægð yfir landinu, eða hvað?

Það hefur allavegana vantað svolítið upp á bloggtaktana síðustu misserin. Það verður vonandi bragarbót, á þar sem ég og Palli höfum gert heiðurssamkomulag okkar í milli, og já ég er heftur á geði, sjá link

En já, það er víst kominn febrúar, jólin búin og janúar líka. Öll jólaprófin kláruðust með stæl, og núna er þetta að taka enda, er búinn að tala við Ómar H. Kristmunds um að umsjóna mér við BA-ritgerðina, en ég fór á fyrirlestur hjá Ásgeiri Jónssyni um ritun lokaritgerða, það var stórgóður lestur, sem á eftir að hjálpa mér mikið. (Þess má geta að Ásgeir er sonur Jóns Bjarna, og því bróðir Páls Kolka). Það kom skemmtilega á óvart, en samt ekki, þeir eru nauðalíkir...

Jólin voru yndisleg... eins og alltaf, ég tók síðasta prófið 20. des, og daginn eftir brunuðum, ég og Kristín norður. Stoppuðum hjá Palla, þegar við komum á Krókinn, og kíkktum á nýju íbúðina, þetta hafðist í annað sinn, Palli minn ;) - Eftir gott spjall, var haldið áfram... komum við hjá Afa á Sleitó, (það var gaman að hitta á kallinn, sem var að bardúsa, eitthvað úti í skemmu)... Ávallt, hress og skemmtilegur. Að því búnu héldum við áfram. Á Sigló var lífinu tekið með stakri ró, reyndi eftir fremsta megni að fara í heimsókn til ættingja, svona eins og gengur og gerist, en umfram allt var gott að vera kominn heim...

Fór síðan á Krókinn milli jóla- og nýárs, í partý til Palla. Djammið var heima hjá Heinesen, sem tók vel á móti, líkt og alltaf... jólaglögg, ostar, kex og aðrar kræsingar voru í hávegum hafðar. Horft á enska boltann, slakað á, og bjór teigaður... fullkomið líf... Páll Óskar skemmti síðan síðar um kvöldið, á Barnum. Þar var stappað, og þar var hiti og sviti... Þetta var eiginlega í fyrsta skipti sem ég komst ekki alveg í taktinn, + vesenið með hljóðkerfið, og það að búið var að slökkva á öllu klukkan þrjú, það hafði áhrif, engu síður góður hittingur sem við verðum að endurtaka við tækifæri...

Daginn eftir var haldið heim á Sigló, ætlaði lengi vel ekki út um kvöldið, en Kristín og Kári drógu mig með. Páll Óskar gat ekki klikkað aftur, og það gerði hann ekki ;) - Fjöldinn var líka þægilegri í þetta skipti + það að umgjörðin heima var nokkrum klössum ofar... Það að labba heim á skyrtunni gerði þetta líka eftirminnilegra...

(FRAMHALD)

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Heyrðu það er nú lágmark að láta fimm daga líða!!
Annars verður maður að blogga annan hvern dag!

12:23 e.h., febrúar 01, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Þú færð frest til 5. febrúar ;)

1:32 e.h., febrúar 01, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Gaman að sjá að það er að koma nýtt líf hjá þér... allt of langt síðan að síðasta færsla kom hjá þér :D

en gaman að heyra eitthvað frá þér
skilaðu kveðju og er ekki málið að fara að hittast eitthvað á komandi dögum??

7:38 e.h., febrúar 03, 2008  

Skrifa ummæli

<< Home