þriðjudagur, febrúar 19, 2008

Gísli Einars er stórkostlegur...

...eins og sjá má á þessari mynd, þetta kallast að fórna sér ;)


„Gísli Einarsson fréttamaður RÚV á Vesturlandi stóð í ströngu sl. mánudag við myndatökur af vegaskemmdum sökum vatnavaxta í Borgarfirði. Að Svignaskarði ók hann strax um nóttina til að mynda hið risastóra skarð sem í þjóðveginn var komið. Aftur fór hann þegar dagsbirtu var farið að gæta. Til að ná sem bestum myndum af krapaflóðinu og stóru stykki sem var við það að losna úr vegkantinum, fékk hann vinnuvélarstjóra á fullvaxinni gröfu til að lyfta sér yfir vettvanginn til að ná góðri mynd þegar stykkið losnaði. Ekki vildi betur til en svo að hamagangurinn og vatnsflaumurinn varð meiri en ráð hafði verið fyrir gert og fór Gísli ásamt myndavél og búnaði á bólakaf í ískaldan flauminn. Enginn verður verri þó hann vökni, en vissulega var ekki þurr þráður á fréttamanni RÚV eftir atvikið. Afrakstur áhættuatriðisins mátti sjá í sjónvarpsfréttum strax um kvöldið. Meðfylgjandi mynd tók Laufey Gísladóttir af Gísla þegar hann var á leið í land“. (tekið af skessuhorninu)

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Snilldar fréttamaður á ferð greinilega, það væru ekki margir sem myndu fórna sér svona fyrir fréttirnar :D

11:11 e.h., febrúar 19, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Nonni.
Já hann Gísli er magnaður og mjög gaman að fylgjast með honum ,svo talar hann svo skemmtilega líka;)

Hvað segir þú á að koma á páskadjamm á dósinni eða er það bara Húnavöku reunion?

3:14 e.h., febrúar 20, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég býst ekki við því að fara norður um páskana, ef ég fer norður, og það er stórt EF, þá væri auðvitað mjög gaman að taka djamm með ykkur á dósinni ;) Veistu hverjir verða að spila?

Varðandi Húnavökuna, næsta sumar, þá er klárt mál að hún verður endurtekin ;)

3:53 e.h., febrúar 20, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Vúhúúú.... reunion hjá ykkur.... verst að ég muni vera úti á Krít þegar vakan verður (að öllum líkindum þar að segja) en páskadjamm er málið... koma svo Nonni.... ég veit að þig langar :D

7:20 e.h., febrúar 20, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Elín hvað segiru um að beita hópþrýsting?
Ég veit að okkur er kennt að forðast hann í grunnskóla en við erum ekki í grunnskóla lengur.

Svo Nonni.. það er páskadjamm;)

4:21 e.h., febrúar 21, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta kemur allt í ljós, þegar nær dregur ;)

11:12 f.h., febrúar 22, 2008  

Skrifa ummæli

<< Home