laugardagur, febrúar 09, 2008

Á hverju ertu eiginlega? Góurinn

Ég er í bloggþörf, veit eiginlega ekki hvað er að gerast. Ég varð bara að vekja athygli á þessari frétt sem birtist á Vísi um kvöld-matarleytið í gær. Það er greinilegt að Hjörleifur Kvaran, forstjóri Orkuveitunnar hefur farið öfugumegin fram úr rúminu og skallað vegg í leiðinni... ;)

tilvitnun: „Hjörleifur Kvaran, forstjóri Orkuveitunnar og fyrrverandi borgarlögmaður, segist ekki muna nákvæmlega eftir því hvort Vilhjálmur Vilhjálmsson hafi leitað til sín um hvort hann hafi haft umboð til að taka ákvarðanir á eigendafundi Orkuveitunnar á sínum tíma.“

tilvitnun: „Ég þarf nú að rifja þetta upp en ég geri ábyggilega ráð fyrir því að hann hafi gert það,"

tilvitnun: „Ég dró það aldrei í efa að hann hefði umboð til að taka þessar ákvarðanir og ef ég hefði gert það hefði ég væntanlega sagt honum það," segir Hjörleifur. „Þetta voru ákvarðanir sem ekki rýrðu efnahag Orkuveitunnar, frekar var það á hinn veginn. Á þessum tíma var ég í miklu og stöðugu sambandi við Viljhjálm og það er ljóst í mínum huga að hann var í rétti í málinu."

Og þessi maður er forstjóri Orkuveitunnar... já svei mér þá, og lögmaður líka, já svei mér þá...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home