Ein þvinguð á leiðinni...
Já góðan daginn, hef kannski ekki verið alveg eins duglegur, og ég ætlaði mér, en þessi blöggþörf kemur víst í pörtum. Látum allavegana reyna á hana núna.
Það virðist svo stutt síðan Helgi og Runi kíkktu óvænt suður ;) What a wonderful world, og þvílíkt djamm sem var tekið. Bestu djömmin eru einmitt þegar maður hefur ekki hugmynd hvað gerist næst, þetta var eitt þeirra. Þetta byrjaði allt á sakleysislegu dinner/eurovisionpartý. Elín, Oddur, Runi og Helgi kíkktu í bæinn. Fengum okkur kjúklingabringur, sem voru alveg "supreme", einstaklega góðar, þó svo ég segi sjálfur frá. Horfðum á keppnina og drukkum smá öl með, og smá hvítvín líka. Algjör snilld.
Úrslitin komu á óvart, verð ég að segja... þ.e. þó svo ég hafi haldið með Regínu og Frikka, þá bjóst ég einhvern veginn ekki við því að þau myndu sigra. Var farinn að hallast að Dr. Spock tæki þetta, en sem betur fer, varð það ekki raunin.
Oddur og Elín gáfust upp á okkur og fóru heim eftir að Euro-ið kláraðist (nei segi svona) Elín þurfti að vinna daginn eftir ;) - Ég, Helgi og Runi héldum síðan djamminu áfram og rifjuðum upp nokkra slagara frá því á Króknum. Það má segja að youtube hafi komið að góðum notum, þar sem hvert tónlistaratriðið var töfrað fram, já þetta var spez... þvílík tónlist samt ;) - Eftir nokkur símtöl til Höllu, þá var stefnan sett á partý, og ég veit barasta ekki hvar, veit bara að Helgi hringdi, og það án djóks, svona tíu sinnum í Höllu, til þess að spyrja hana, aftur og aftur. "Við hvaða götu húsið væri" - Við komumst loksins á leiðarenda, þ.e. við sóttum Birgittu (vinkonu Höllu) í húsið í götunni sem ég man ekki hvað heitir, og þaðan fórum við í Icelandair-afmælið, og þar var dvalið vel frameftir nóttu, með alveg fullt, fullt, fullt, af fólki sem gaman var að kynnast. Opinn bar og læti...jebb, and yes indead.
Mig minnir að þegar þarna var komið við sögu, þá ákvað Runi að hringja í Palla, alltaf jafn sætur í sér ;) - (svona svipað og þegar ég hringdi í þig á þjóðhátíðinni hérna í denn). Eftir að hafa dregið Höllu út, seint og um síðir, var stefnan sett niður í bæ, á Nasa, var það ekki annars planið?, tókum bara smá leigubíla rúnt, í leiðinni sko... ;) bara smá sko... fórum þaðan í svona "Húsið á hæðinni" partý, og ég hef barasta ekki neina hugmynd um hvar það var staðsett, það var allavegana, verið að endurinnrétta húsið að innan. Mjög spez innkoma, very interesting, i would say so. Samt rosalega gaman ;) - Eftir dágóða dvöl þar og mikið spjall, tókum við taxa heim. Greyið Halla sem þurfti að mæta í vinnu daginn eftir, mér skilst það hafi verið fjör hjá þeim stöllum, ahhh, það var gott að sofa út, hehe ;) Mér skilst sömuleiðis að Runi hafi slegið í gegn, þegar hann kom heim, var það ekki Elín? ;)
Allavegana, alveg ógleymanlega skemmtilegt djamm, sem verður endurtekið í kringum lokakeppnina í vor. Hef heyrt orðróm um þrefalt djamm þá, sel það ekki dýrara en ég keypti það.
Annars er bara allt gott að frétta héðan. Er alveg massa ánægður með lífið og tilveruna. Er byrjaður á ritgerðinni, og skemmti mér í vinnunni mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga. Frábær vinnustaður, og frábær starfsandi. Er líka með smá auka áhugamál, sem ég hef ekki mikið nefnt á nafn hér inni. Þið sem ´fílið ekki fótboltann, getið hætt núna, og farið yfir á næstu síðu.
Hef síðustu ár fjallað um meistaraflokksleiki KS/Leifturs, verið með upphitanir, umfjallanir og fleira fréttatengt er snýr að liðinu. Þetta er reyndar fimmta árið, sem ég geri þetta, en áhuginn vex bara og vex, með hverju sumri. Í ár tók ég upp á því að opna nýja síðu á moggablogginu, þar sem sú síða, býður alveg upp á heilmikið af möguleikum, varðandi myndir, tengla, og breiðara aðgengi að umfjöllun um íslenska knattspyrnu. Slóðin er ks-leiftur.blog.is
Sjáumst ;)
Það virðist svo stutt síðan Helgi og Runi kíkktu óvænt suður ;) What a wonderful world, og þvílíkt djamm sem var tekið. Bestu djömmin eru einmitt þegar maður hefur ekki hugmynd hvað gerist næst, þetta var eitt þeirra. Þetta byrjaði allt á sakleysislegu dinner/eurovisionpartý. Elín, Oddur, Runi og Helgi kíkktu í bæinn. Fengum okkur kjúklingabringur, sem voru alveg "supreme", einstaklega góðar, þó svo ég segi sjálfur frá. Horfðum á keppnina og drukkum smá öl með, og smá hvítvín líka. Algjör snilld.
Úrslitin komu á óvart, verð ég að segja... þ.e. þó svo ég hafi haldið með Regínu og Frikka, þá bjóst ég einhvern veginn ekki við því að þau myndu sigra. Var farinn að hallast að Dr. Spock tæki þetta, en sem betur fer, varð það ekki raunin.
Oddur og Elín gáfust upp á okkur og fóru heim eftir að Euro-ið kláraðist (nei segi svona) Elín þurfti að vinna daginn eftir ;) - Ég, Helgi og Runi héldum síðan djamminu áfram og rifjuðum upp nokkra slagara frá því á Króknum. Það má segja að youtube hafi komið að góðum notum, þar sem hvert tónlistaratriðið var töfrað fram, já þetta var spez... þvílík tónlist samt ;) - Eftir nokkur símtöl til Höllu, þá var stefnan sett á partý, og ég veit barasta ekki hvar, veit bara að Helgi hringdi, og það án djóks, svona tíu sinnum í Höllu, til þess að spyrja hana, aftur og aftur. "Við hvaða götu húsið væri" - Við komumst loksins á leiðarenda, þ.e. við sóttum Birgittu (vinkonu Höllu) í húsið í götunni sem ég man ekki hvað heitir, og þaðan fórum við í Icelandair-afmælið, og þar var dvalið vel frameftir nóttu, með alveg fullt, fullt, fullt, af fólki sem gaman var að kynnast. Opinn bar og læti...jebb, and yes indead.
Mig minnir að þegar þarna var komið við sögu, þá ákvað Runi að hringja í Palla, alltaf jafn sætur í sér ;) - (svona svipað og þegar ég hringdi í þig á þjóðhátíðinni hérna í denn). Eftir að hafa dregið Höllu út, seint og um síðir, var stefnan sett niður í bæ, á Nasa, var það ekki annars planið?, tókum bara smá leigubíla rúnt, í leiðinni sko... ;) bara smá sko... fórum þaðan í svona "Húsið á hæðinni" partý, og ég hef barasta ekki neina hugmynd um hvar það var staðsett, það var allavegana, verið að endurinnrétta húsið að innan. Mjög spez innkoma, very interesting, i would say so. Samt rosalega gaman ;) - Eftir dágóða dvöl þar og mikið spjall, tókum við taxa heim. Greyið Halla sem þurfti að mæta í vinnu daginn eftir, mér skilst það hafi verið fjör hjá þeim stöllum, ahhh, það var gott að sofa út, hehe ;) Mér skilst sömuleiðis að Runi hafi slegið í gegn, þegar hann kom heim, var það ekki Elín? ;)
Allavegana, alveg ógleymanlega skemmtilegt djamm, sem verður endurtekið í kringum lokakeppnina í vor. Hef heyrt orðróm um þrefalt djamm þá, sel það ekki dýrara en ég keypti það.
Annars er bara allt gott að frétta héðan. Er alveg massa ánægður með lífið og tilveruna. Er byrjaður á ritgerðinni, og skemmti mér í vinnunni mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga. Frábær vinnustaður, og frábær starfsandi. Er líka með smá auka áhugamál, sem ég hef ekki mikið nefnt á nafn hér inni. Þið sem ´fílið ekki fótboltann, getið hætt núna, og farið yfir á næstu síðu.
Hef síðustu ár fjallað um meistaraflokksleiki KS/Leifturs, verið með upphitanir, umfjallanir og fleira fréttatengt er snýr að liðinu. Þetta er reyndar fimmta árið, sem ég geri þetta, en áhuginn vex bara og vex, með hverju sumri. Í ár tók ég upp á því að opna nýja síðu á moggablogginu, þar sem sú síða, býður alveg upp á heilmikið af möguleikum, varðandi myndir, tengla, og breiðara aðgengi að umfjöllun um íslenska knattspyrnu. Slóðin er ks-leiftur.blog.is
Sjáumst ;)
5 Comments:
Gaman af svona djömmum maður... ;)
Ég fór suður um síðustu helgi með vinnunni. Fórum á árshátíð Samfés og við gistum bara rétt við hliðina á þér í Hjallaskóla, í félagsmiðstöðinni Mekka.
Mig langaði mjög að kíkja á þig en því miður þá bara gat ég það ekki vegna þess að við vorum með hátt í 70 krakka með okkur og ég hafði því ekki tíma til þess :(
Sjáumst vonandi við tækifæri, þú veist að þú átt alltaf vísa gistingu og kaldann öl í ísskápnum þegar þú kíkir norður ;)
Ég græt það nú ekkert Palli minn, við tökum bara gott djammerí í sumar, er það ekki málið? Ég fer annars norður á Sigló um páskana, stoppa reyndar stutt við, en fer á Góu-gleðina, það er algjört must. Er að plana sumarfríið núna, sem verður í lengra lagi, í fyrsta skipti í fjöldamörg ár ;)
Heyrumst, og sjáumst ;)
p.s. rakstu þig í format takkann á heimasíðunni, þinni?
Þú grætu það ekki nei...
Það hefði samt verið betra ef þú hefðir gert það ;)
Í sumar maður... Ég er að fara til Mallorca í tvær vikur, geggjað stuð!
Kem heim í 5 fimm daga og fer síðan aftur út til Finnlands :)
Þess á milli verð ég að vinna en ég fæ frí um helgar í sumar (jibbý!)
Það verður að taka á því einhverja helgina ;)
Í sambandi við Páskana þá er ég að vinna eins og óður maður...
Og heimasíðann, ekki hugmynd...
Þú verður að tékka bara myspeisinu og koma þér þar inn ;)
10 símtöl frá Helga þetta kvöld?? Ertu að grínast? Hann hringdi sko miklu oftar!! Hann hringdi svo oft að skattstofan er á höttum eftir mér og vill að ég borgi skatt af afnoti símans og skili inn virðisauka í þokkabót...svo mikið hringdi hann í mig.... æ, hann hefur bara saknað mín kallinn ;)
En í alvuru.... ætluðum við á Nasa?? ...ég man EKKERT eftir þessu kvöldi!
Og í sambandi við vinnuna... ég var komin uppí rúm ca 20 min í sjö...var vöknuð aftur um 20 min yfir sjö!!! s.s. svaf í 40 min og fór svo á 12 tíma vakt!!! Við vorum svo ferskar og skemmtilegar við Birgitta að þú trúir því ekki! Hefði sko alveg verið þess virði að taka rúntinn útá völl og heimsækja okkur ;) hahaha
Og þrefalt djamm it it is!! Your ON boy!! ;)
já Runi var alveg brilliant skrautlegur þegar hann kom heim þetta kvöld... eða svo ég vitni í hann Ring (dyrabjallan)... usss.... híhíhí.... ussss.... þau eru sofandi.... híhíhíhí....
en kjúllinn var alveg meiriháttar hjá þér :D
Skrifa ummæli
<< Home