þriðjudagur, apríl 15, 2008

Að festast undir brú, myndir og [video frá Vísi]

Var á leiðinni heim í dag og ákvað að bregða út af vananum og keyra Reykjanesbrautina. Beygði síðan til hægri og upp í Smiðjuhverfið, og þá blasti þessi sjón við. Var að sjálfsögðu ekki með myndavélina á mér, en dreif mig þess í stað heim og sótti hana. Þegar ég kom tilbaka var bíllinn sem festi kranann, farinn, en skömmu síðar kom annar bíll frá GG-verktökum.

Hér er myndatökumaður Vísis.is að skjóta ofan af brúnni.

Hér er bíllinn frá GG-verktökum kominn, og er að bakka undir vagninn.

Bílstjórinn svaka einbeittur á svip.

Þess má geta að þeir reyndu fyrst að þröngva vagninum áfram, en það gekk að sjálfsögðu ekki. Þá var tekið á það ráð að bakka undan brúnni. Sú aðgerð tókst hins vegar mjög vel.

Hér er myndatökumaður Vísis í "action", en skömmu áður hafði annar mannanna (þessi sem stendur nær lögreglumanninum) reynt að rífa af honum tökuvélina (var eitthvað ósáttur með athyglina), hann hætti við frekari læti, eftir að bílstjórinn argaði á hann. Ótrúlegur asnaskapur í honum, verð ég að segja.

Hér er búið að losa vagninn, þ.e. kranann undan brúnni, og síðan var haldið áfram, það að segja, bakkað, og bakkað og bakkað. Lögreglan fór á undan og passaði upp á umferðina.

Umferðin var nokkuð mikil, en áfram var haldið....
....að bakka!!!

Hér eru síðan skemmdirnar á brúnni, ekki ýkja miklar, samt aðallega á klæðningunni.

Og áfram var bakkað, hann fór alveg aftur að Sprengisandi (Pizza Hut), lengst til vinstri, en þá hætti ég að fylgjast með.
Áhugavert, ekki satt?

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Áhugavert....

Ekki er kjellinn að fara að sækja um starf í blaðamennsku??

Síðustu tvær færslur hafa verið svolítið litaðar af "scoopi" ;)

Svo hef ég heyrt að þú sért kominn á fullt í knattspyrnu myndatöku...

Bara allt að gerast eða hvað??? :)

9:46 e.h., apríl 15, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Rétt það sem þú nefnir (scoop-ið), vélin gefur manni alveg óendanlega mikla möguleika, hef líka einstaklega gaman að þessu, og það skemmir ekki fyrir ;) Gott sömuleiðis að geta sameinað áhugamálin, þ.e. umfjallanir og myndatöku.

Þetta er bara svo ógeðslega gaman ;)

En svo ég svari spurningunum, þá er ég ekki á leiðinni í blaðamennskuna, ekki strax, allavegana.

Hins vegar er allt annað í botni, og vel það ;)

10:07 e.h., apríl 15, 2008  

Skrifa ummæli

<< Home