sunnudagur, apríl 20, 2008

Myndir úr leik ÍA og KR

Kæru lesendur

Ég held áfram að smella af, og tilefnið að þessu sinni, var að prófa nýjustu linsuna mína (Canon 70-200 mm f 2.8 L). Fór á leik ÍA og KR í Kórnum í gær, og fékk mér síðan sæti upp í stúku og byrjaði að smella af. Linsan er hreint út sagt frábær, og hér að neðan má sjá nokkrar myndir úr leiknum





Hér er Björn Bergmann að renna boltanum framhjá Kristjáni í markinu. Þetta var annað mark ÍA í leiknum.



Hér er Gulli Jóns að fara af velli með rautt spjald, eftir brot á Stefáni Þórðarsyni.
Umsögn: ÍA sigraði 3-0, en KR-ingarnir sáu aldrei til sólar í leiknum. Bjarni Guðjóns kom þeim gulklæddu yfir á 1. mín og Björn Bergmann bætti öðru við, rétt fyrir leikhlé. Þriðja og síðasta markið kom á 77. mín, þegar KR skoruðu sjálfsmark, eftir hornspyrnu frá ÍA. Fyllilega verðskuldaður sigur, á lélegu KR-liði.
Með kveðju Nonni

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home