föstudagur, júní 06, 2008

Lýðræðisflokkurinn...

...er við það að fæðast, skv. þessari frétt.

Hugmyndin er góð, og það verður skemmtilegt fyrir landann ef þetta afl nær að blómstra, það væri óskandi... Ég sé hins vegar margt líkt með Lýðræðisflokknum og Íslandshreyfingunni (svona allavegana á fyrstu metrunum), en vona bara að það rætist úr þessu hjá þeim, þ.e.a.s að menn og konur haldi sannfæringu sinni út í gegn, ólíkt öðrum flokkum sem nú sitja á þingi.

Við skulum allavegana vona að hugmyndin hans Sturlu sé ekki andvana fædd...

Og að öðru...náskyldu - Hvers vegna eru þingmenn, og ráðherrar aldrei látnir sæta ábyrgð, á því sem miður fer? Tökum sem dæmi skipanir ráðherra í hin ýmsu störf í stjórnsýslunni, er eðlilegt að ráðherra geti "einn og óstuddur" tekið ákvörðun um að veita flokks- bróður, eða -systur, embætti sem fjármagnað er með sjóðum almennings? Væri ekki eðlilegra að breiðari hópur fólks kæmi að þessum ráðningum, en fyrir mitt leyti þyrfti þetta að vera hópur fólks sem nyti mikillar virðingar í samfélaginu og um leið almannahylli? Hvað segið þið, einhverjar uppástungur?

Hvers vegna er sá hæfasti aldrei ráðinn?

Bið að heilsa

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er náttúrulega bara hárrétt hjá þér, þetta ætti að vera ákveðið af þverpólitískri nefnd, + öðrum fagaðilum úr viðkomandi stétt sem setur hæfniskröfur og fer yfir hæfni umsækjenda... Jafnvel mætti íhuga að fræðimenn kæmu nálægt þessu, HÍ er ein virtasta stofnun Íslands og almenningur ber mest traust til hennar af öllum öðrum. Meira heldur en Alþingi, lögreglunni og dómstólum o.s.frv...

12:35 e.h., júní 07, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

hæbbs... soldið spes blogg en hins vegar vil ég bara segja þér þær risafréttir að ég er ÓLÉTT!!! me so happy :D

nei þarna fór ég nú alveg með þig :D
ég ætlaði nú bara að segja þér að sálin mun spila á húnavökunni núna í júlí þannig að það er must að mæta :D

10:30 e.h., júní 15, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Bara komment á kantinum ;) - Takk fyrir fréttirnar, sjáumst í afmælispartý-inu um helgina...

12:06 e.h., júní 16, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

það er sjaldan hægt að toppa commentin frá mér :D
en gaman að segja frá því að ég skrapp aðeins á djammið í gærkvöldi og ég var bara að lenda heima núna... fyrir kannski svona 20 mín :D
en já það munu koma um 30 manns... allavega hafa engir hætt við á síðustu stundu þannig að ég reikna með öllum :D og já... þetta mun vera geggjað gaman :D
sjáumst næstu helgi

og btw... GLEÐILEGANN ÞJÓÐHÁTÍÐARDAG!!!!

10:41 f.h., júní 17, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

heyhey...takk fyrir síðast :)

Heyrðu hvaða síðu sagðirðu mér að kíkja á með myndavélar og fylgihluti??

10:41 e.h., júní 23, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

sæl og takk fyrir djammið ;) Þetta er mjög góð síða:

http://www.ljosmyndakeppni.is/viewforum.php?f=3&sid=57f820413811e231ab834c8bc3a82850

Síðan vil ég endilega benda þér á fotoval (www.fotoval.is), sem staðsett er í Skipholtinu, hún er ódýrust í þessum bisness.

11:22 e.h., júní 23, 2008  

Skrifa ummæli

<< Home