miðvikudagur, ágúst 27, 2008
þriðjudagur, júní 24, 2008
Taka tvö, Iðufell - 21. júní "08
mánudagur, júní 23, 2008
Djamm um síðustu helgi (föstudagur)
Fékk alveg ótrúlega fallegt og skemmtilegt fólk til mín um síðustu helgi. Helgi kom á föstudagskvöldinu, og það varð úr að ég og Runi skyldum sækja hann út á flugvöll, (það er víst orðið ódýrara að fljúga, en keyra). Eitthvað klikkaði móttökunefndin að okkar hálfu, (EM, hóst hóst...) en það var víst í góðu lagi, því Birgitta og Halla, sáu um að halda honum félagsskap. Það voru auðvitað allir til í að kíkka út um kvöldið (nema Runi), og því var planaður hittingur heima hjá mér. Þetta eru myndirnar úr þeim félagsskap, en við verðum endilega að endurtaka þetta við tækifæri ;)
Myndirnar úr Iðufellsævintýrinu, koma bráðlega, best að halda ykkur volgum. Kem líka með þær á Húnavökuna, og það er aldrei að vita nema maður klippi saman eitt gott video eða svo ;)
Þangað til næst, luv you all ;)
föstudagur, júní 06, 2008
Lýðræðisflokkurinn...
Hugmyndin er góð, og það verður skemmtilegt fyrir landann ef þetta afl nær að blómstra, það væri óskandi... Ég sé hins vegar margt líkt með Lýðræðisflokknum og Íslandshreyfingunni (svona allavegana á fyrstu metrunum), en vona bara að það rætist úr þessu hjá þeim, þ.e.a.s að menn og konur haldi sannfæringu sinni út í gegn, ólíkt öðrum flokkum sem nú sitja á þingi.
Við skulum allavegana vona að hugmyndin hans Sturlu sé ekki andvana fædd...Og að öðru...náskyldu - Hvers vegna eru þingmenn, og ráðherrar aldrei látnir sæta ábyrgð, á því sem miður fer? Tökum sem dæmi skipanir ráðherra í hin ýmsu störf í stjórnsýslunni, er eðlilegt að ráðherra geti "einn og óstuddur" tekið ákvörðun um að veita flokks- bróður, eða -systur, embætti sem fjármagnað er með sjóðum almennings? Væri ekki eðlilegra að breiðari hópur fólks kæmi að þessum ráðningum, en fyrir mitt leyti þyrfti þetta að vera hópur fólks sem nyti mikillar virðingar í samfélaginu og um leið almannahylli? Hvað segið þið, einhverjar uppástungur?
Hvers vegna er sá hæfasti aldrei ráðinn?Bið að heilsa
þriðjudagur, apríl 22, 2008
Áttu von á kraftaverki í kvöld?
Ég og Arnar skelltum okkur út í smá bílrúnt klukkan tíu í kvöld, og að sjálfsögðu greip ég vélina með. Er ekki kominn með þrífót, en það er næsta mál á dagskrá, ásamt tösku.
Náði þrátt fyrir þetta ágætis myndum, í þessu líka fína veðri. Við fórum víða, kíktum upp í Öskjuhlíð, og tókum ágætis hring í Kópavogi.
Fyrirsögnin á þennan pistil kom þegar ég var staddur við Kópavogskirkju, en þá vatt sér upp að mér göngugarpur, sem spurði um leið, hvort ég ætti von á kraftaverki í kvöld? Ég leit undrandi á manninn, og brosti tilbaka og skyldi bara ekkert hvað hann var að fara. Hann var snar í tilsvörum og sagði að sér þætti skondið að sjá tvo ljósmyndara, á nákvæmlega sama tíma, að mynda kirkjuna í bak og fyrir, hehe góður ;) - og þá sérstaklega í ljósi þess að nokkru fyrir neðan mig var annar einstaklingur að mynda kirkjuna.
sunnudagur, apríl 20, 2008
Myndir úr leik ÍA og KR
þriðjudagur, apríl 15, 2008
Að festast undir brú, myndir og [video frá Vísi]
Hér er myndatökumaður Vísis.is að skjóta ofan af brúnni.