þriðjudagur, apríl 22, 2008

Áttu von á kraftaverki í kvöld?

Sæl öll!

Ég og Arnar skelltum okkur út í smá bílrúnt klukkan tíu í kvöld, og að sjálfsögðu greip ég vélina með. Er ekki kominn með þrífót, en það er næsta mál á dagskrá, ásamt tösku.


Náði þrátt fyrir þetta ágætis myndum, í þessu líka fína veðri. Við fórum víða, kíktum upp í Öskjuhlíð, og tókum ágætis hring í Kópavogi.

Fyrirsögnin á þennan pistil kom þegar ég var staddur við Kópavogskirkju, en þá vatt sér upp að mér göngugarpur, sem spurði um leið, hvort ég ætti von á kraftaverki í kvöld? Ég leit undrandi á manninn, og brosti tilbaka og skyldi bara ekkert hvað hann var að fara. Hann var snar í tilsvörum og sagði að sér þætti skondið að sjá tvo ljósmyndara, á nákvæmlega sama tíma, að mynda kirkjuna í bak og fyrir, hehe góður ;) - og þá sérstaklega í ljósi þess að nokkru fyrir neðan mig var annar einstaklingur að mynda kirkjuna.

Mynd frá framkvæmdum Ístaks við hringtorg í Skeljabrekku í Kópavogi
Og ein að lokum, allir að segja síííís ;)
Kv. Nonni

sunnudagur, apríl 20, 2008

Myndir úr leik ÍA og KR

Kæru lesendur

Ég held áfram að smella af, og tilefnið að þessu sinni, var að prófa nýjustu linsuna mína (Canon 70-200 mm f 2.8 L). Fór á leik ÍA og KR í Kórnum í gær, og fékk mér síðan sæti upp í stúku og byrjaði að smella af. Linsan er hreint út sagt frábær, og hér að neðan má sjá nokkrar myndir úr leiknum





Hér er Björn Bergmann að renna boltanum framhjá Kristjáni í markinu. Þetta var annað mark ÍA í leiknum.



Hér er Gulli Jóns að fara af velli með rautt spjald, eftir brot á Stefáni Þórðarsyni.
Umsögn: ÍA sigraði 3-0, en KR-ingarnir sáu aldrei til sólar í leiknum. Bjarni Guðjóns kom þeim gulklæddu yfir á 1. mín og Björn Bergmann bætti öðru við, rétt fyrir leikhlé. Þriðja og síðasta markið kom á 77. mín, þegar KR skoruðu sjálfsmark, eftir hornspyrnu frá ÍA. Fyllilega verðskuldaður sigur, á lélegu KR-liði.
Með kveðju Nonni

þriðjudagur, apríl 15, 2008

Að festast undir brú, myndir og [video frá Vísi]

Var á leiðinni heim í dag og ákvað að bregða út af vananum og keyra Reykjanesbrautina. Beygði síðan til hægri og upp í Smiðjuhverfið, og þá blasti þessi sjón við. Var að sjálfsögðu ekki með myndavélina á mér, en dreif mig þess í stað heim og sótti hana. Þegar ég kom tilbaka var bíllinn sem festi kranann, farinn, en skömmu síðar kom annar bíll frá GG-verktökum.

Hér er myndatökumaður Vísis.is að skjóta ofan af brúnni.

Hér er bíllinn frá GG-verktökum kominn, og er að bakka undir vagninn.

Bílstjórinn svaka einbeittur á svip.

Þess má geta að þeir reyndu fyrst að þröngva vagninum áfram, en það gekk að sjálfsögðu ekki. Þá var tekið á það ráð að bakka undan brúnni. Sú aðgerð tókst hins vegar mjög vel.

Hér er myndatökumaður Vísis í "action", en skömmu áður hafði annar mannanna (þessi sem stendur nær lögreglumanninum) reynt að rífa af honum tökuvélina (var eitthvað ósáttur með athyglina), hann hætti við frekari læti, eftir að bílstjórinn argaði á hann. Ótrúlegur asnaskapur í honum, verð ég að segja.

Hér er búið að losa vagninn, þ.e. kranann undan brúnni, og síðan var haldið áfram, það að segja, bakkað, og bakkað og bakkað. Lögreglan fór á undan og passaði upp á umferðina.

Umferðin var nokkuð mikil, en áfram var haldið....
....að bakka!!!

Hér eru síðan skemmdirnar á brúnni, ekki ýkja miklar, samt aðallega á klæðningunni.

Og áfram var bakkað, hann fór alveg aftur að Sprengisandi (Pizza Hut), lengst til vinstri, en þá hætti ég að fylgjast með.
Áhugavert, ekki satt?

miðvikudagur, apríl 09, 2008

Brunaútsala [Í nýja turninum í Smáratorgi]

Og af stað var farið [rétt rúmlega tíu í kvöld], og myndavélin að sjálfsögðu gripin með. Það var hins vegar erfitt að ná góðum myndum, þar sem lögreglan var út um allt. Fórum eiginlega út um allt, t.d. yfir á planið við Smáralind, þar sá maður ágætlega yfir. Leyfi nokkrum myndum að fylgja, en þess má geta að sólarlagsmyndin er frá því fyrr um kvöldið.
Fjölmiðlarnir voru að sjálfsögðu mættir á svæðið, en hér var myndatökumaður frá Stöð2 að ganga frá, um það leyti sem við vorum að mæta.
Það var enginn eldur sjáanlegur, en reykurinn var þónokkur fyrst eftir að við komum, eins og sjá má á myndunum hér að ofan.
Að endingu fær Arnar eina mynd af sér, er bara mjög sáttur með hana ;)
Bið að heilsa ykkur öllum...

sunnudagur, apríl 06, 2008

Kaupstaðurinn Akranes

Gerði mér ferð upp á Akranes með Arnari um síðustu helgi og tók nokkrar myndir í leiðinni. Hér er smá brotabrot af því sem ég tók.











































































































Eftir dágóðan rúnt, þá enduðum við niðri á höfn, og þar vöktu veiðiaðferðir frá Póllandi sérstaka athygli. Það er spurning hvort það fari vel saman, að staupa sig, og sveifla (kasta) eftir fiski?

Áttu erfitt með að vakna...

Þetta er algjör snilld ;)


Kv. Nonni