miðvikudagur, janúar 31, 2007

EURO 3/3

Jæja hvað segið þið þá?

Ég hef verið að hlusta á lögin sem verða flutt næsta laugardagskvöld. Þau eru heldur slakari núna, en síðast, þó samt betri en fyrsta kvöldið. Sem sagt mun harðari samkeppni núna.

Athyglisverð lög:
# Ég og heilinn minn - Ragnheiður Eiríksdóttir
# Bjarta brosið - Andri Bergmann
# Leiðin liggur heim - Davíð Smári Harðarson
# Villtir skuggar - Alexander Aron Guðbjartsson

Hér má nálgast hin lögin:
http://www.ruv.is/heim/vefir/eurovision/3/

Sjáumst ;)

þriðjudagur, janúar 30, 2007

Blood Diamond

Á þessa ágætu mynd skellti ég mér á föstudagskvöldinu, um áttaleytið, ásamt Kristínu og Arnari. Ég hvet ykkur eindregið til að kíkka á þessa. Góðir leikarar og sterkur söguþráður, hún skilur mikið eftir sig. Hún var meir að segja það góð, að lakklyktin sem barst yfir salinn fékk okkur ekki til þess að fara út. En þannig var nú mál með vexti að forsvarsmönnum Sambíóanna, hefur fundist það snjallræði að lakka skrifstofurnar á þessum tíma. Þvílíkir snillingar.

Á laugardeginum var farið í Sporthúsið í netta upphitun fyrir handboltann síðar um daginn ;) - Það var afskaplega sætt að sjá Íslendinga tryggja sér sæti í 8 liða úrslitum. Leikurinn á móti Þjóðverjum daginn eftir, skipti því engu máli. Um kvöldið var síðan þorramatur, en Kristín sá aðallega um að borða það súrmatinn.

Evró-keppnin tók síðan við, þar sem þrjú topplög komust áfram. Ég er þó ekki alveg að meika Jónsa, (helst til of mikið fyrir minn smekk), þó svo að lagið sé virkilega gott. Flutningurinn minnti mig á Heaven hér um árið, útþandar æðar og öskur inn á milli. Ef hann vinnur hins vegar, þá væri hugsanlega hægt að bjarga þessu með einu móti, þ.e. klæða hann upp sem eskimóa :)

Hin lögin voru góð. Ég tel að lagið með Friðriki Ómari myndi pottþétt skila okkur í gegnum undankeppnina færi hann út með það, gott lag og góður söngur. Eiríkur Hauks skilaði þessu sömuleiðis vel, þó svo að persónutöfrar hans á sviði hafi verið takmarkaðir. Það er sömuleiðis mjög gott lag.

Bið annars að heilsa, þarf að skjótast í tíma ;)

fimmtudagur, janúar 25, 2007

Seyðisfjarðarveikin og ESB...

Var að vafra, og sá þessa athyglisverðu frétt:

„Ennþá engin dáið. En veikin alt af jafnmögnuð þannig að svo virðist sem engin muni þar sleppa og liggur að jafnaði 200-300 manna rúmfast. Bráðum hlýtur þó að réna, ekki er svo margt fólk á Seyðisfirði“ (Birtist í Fram 28. maí 1921).

Hvað segið þið annars, eiga Íslendingar að ganga í Evrópusambandið?

miðvikudagur, janúar 24, 2007

Helgarfílingur, eða hvað?

Jæja þá,

Það er náttúrulega ekkert að frétta, nema það að Íslendingar rótburstuðu Frakka í fyrradag. Stórkostleg skemmtun, eftir algjöra niðurlægingu gegn Úkraínu. Síðar í dag er síðan leikurinn við Túnis. Áfram Ísland og ekkert rugl!!!

Helgin var bara með besta móti, fór í vísindaferð á föstudeginum í SKO, sem var bara helvíti nett verð ég að segja. Það var samt einum of mikill troðningur í þessu RISA-húsnæði ;)
Eftir Vísó skellti ég mér á Hressó, þar sem Vaka var að kynna listann í stúdenta-pólitíkinni, Vaka til hægri, Röskva til vinstri, en þeir síðarnefndu voru á PRAVDA. Eisi og Gotti voru sömuleiðis að spila á Hressó, svo þetta voru því tvær flugur í einu höggi. Þarna hélt ég til í góðum fíling fram eftir kvöldi, kíkti þá aðeins á Pravda áður en ég fór heim, didn´t like it.

Á laugardagum var skundað á Players, með Hreiðari, Palla og Oddnýju, til þess eins að kíkka á Liverpool & Chelsea, þetta var frábær helgi, því á sunnudeginum fórum við aftur, og þá var haldið á Emirates,,,jeeeeeY - þar sem Arsenal sigruðu Man Utd afskaplega sætt,,,,, so true, so true!!! Djöfull hefði ég viljað vera á vellinum!!! Þar hitti ég Ödda frænda, og fjölsk... sem er að sjálfsögðu Arsenal-maður í húð og hár.

Á laugardagskvöldinu bauð Palli okkur heim til sín í kaffi, og með því, þ.e. snakk og Eurovision. Þar held ég að allir hafi verið sammála um að Matti hafi sungið besta lagið (Húsin hafa augu), eða svona næstum því allir ;) Palli var hrifnastur af Bríeti Sunnu, (Blómabörn). Síðar um kvöldið fórum við á myndina Deja Vú, reyndar frítt, svo ég hef ekki efni á því að gagnrýna hana.

Lögin um þessa helgi í EURO, eru síðan aðeins skárri, en um síðustu (Gátu varla versnað), ég tók smá rúnt á þeim, áðan og þetta eru þau sem skara fram úr.

# Ég les í lófa þínum - Eiríkur Hauksson
# Segðu mér - Jónsi
# Eldur - Friðrik Ómar

Heyrumst

föstudagur, janúar 19, 2007

EURO-keppnin 2007

Þar sem það styttist í undankeppni Eurovision hér heima, þá smelli ég einu lagi hér inn:
Húsin hafa augu - Það er Matti í Pöpunum sem syngur. Skásta lagið að mínu viti í holli 1.

Hér má síðan sjá síðuna, þar sem þið getið nálgast hin lögin ;)
http://www.ruv.is/songvakeppnin/

Heyrumst!!!

fimmtudagur, janúar 18, 2007

Gamlir teiknimyndaþættir

Hver man ekki eftir Klaufabárðunum? Ég sá þetta hjá Ívari, og kannaðist ekkert við þetta í fyrstu, en viti menn, stefið er ógleymanlegt. Smellið á myndirnar til þess að sjá þættina. Fann því miður ekki Brúsk,,, Hér að neðan eru fleiri.
















miðvikudagur, janúar 17, 2007

Hvað er helst að frétta?

Blöggþörfin alveg að gera sig, eða hvað?

Skólinn byrjaður á fullu, og þá meina ég, á fullu. Er skráður í fimm fög:

1. Almenningsálit og stjórnmálaatferli
2. Alþjóðavæðing og stjórnmál alþjóðahagkerfisins
3. Opinber stefnumótun
4. Spurningakannanir
5. Málstofa: Fjölmiðlar og stjórnmál

Mætti hins vegar í Kenningar í stjórnmálafræði síðastliðinn mánudag, þar sem Svanur Kristjáns var við stjórnvölinn, hugsa að ég geymi hann í bili, svona "save the best, for last" thought, eða eitthvað í þeim dúr. Er annars búinn að fá úr fjórum fögum af fimm, og búinn að ná öllu. Greinilegt að vinnan á síðustu önn, hefur borgað sig.

En hvað hefur annars á daga okkar drifið í fjölmiðlum síðustu daga og vikur? Byrgið er náttúrulega ofarlega á baugi, og þegar ég pæli aðeins í þessu, það er alveg ótrúlegt að hugsa til þess, hvernig ríkið gat haldið áfram að ausa peningum þarna inn, þegar það vissi hvernig aðstæðurnar voru. Það er alltaf verið að tala um eitthvað bókhald, það hafi vantað upp á bókhaldið?????? Halló, er ekki í lagi með Ríkisendurskoðun. Það var ekkert bókhald yfir rekstur Byrgisins, það sér það hver heilvita maður. Almannafé streymdi ofan í vasa Guðmundar Jónssonar, sem straujaði krítarkortið hægri vinstri.

Og hvar liggur ábyrgðin? Samkvæmt mínum skólabókum þá liggur hún hjá félagsmálaráðherranum sjálfum, sem er yfir málaflokknum, en þess má geta að þeir hafa verið þrír frá því að Páll Pétursson hætti, fyrst Árni Magnússon, síðan Jón Kristjánsson og loks Magnús Stefánsson. Ég bendi ykkur á stórkostleg viðtöl undir titlinum: Hver ber ábyrgðina? í Íslandi í dag, þann 16. janúar 2007. Þar eru viðtöl við Magnús Stefánsson og Birki Jón Jónsson, og það er anskoti athyglisvert að heyra Birki segja, að það hafi ekki verið í verkahring stjórnmálamanna að kafa dýpra í þetta mál, mjög svo athyglisverður punktur,,,, hvers vegna var skýrslan þá ekki opinberuð??? á sínum tíma, þegar stórt er spurt... Birkir segir sömuleiðis að allir í fjármálanefndinni hafi vitað af fjármálaóreiðunni, hún hafi bara ekki jafnslæm og núna. Hvernig gátu þeir eiginlega réttlætt þessar styrkveitingar ár eftir ár???,,,, Hver voru svörin hjá þeim háttvirtu???: Jú, jú, það voru engin önnur úrræði til staðar fyrir skjólstæðinga Byrgisins, aðrar lausnir voru sem sagt dýrari!!! Okey,,, hvernig er þá staðan núna??? Er hún eitthvað betri??? Held ekki!!!

Í Kompásþættinum góða, sem sýndur var fyrir jól, var vísað í þessa blessuðu úttekt á fjármálum Byrgisins, og þar var bent á að bókhaldið væri í ólestri, en þess má geta að frá árinu 1999-2007 hefur Byrgið fengið 226 miljónir króna í styrki frá félagsmálaráðuneytinu auk annarra styrkja. Samtals, rúmlega 25 milljónir á ári. Þetta er ágætis peningur til að leika sér með!!!! Forstöðumaður Byrgisins segir hins vegar allar ásakanir um fjármálaóreiðu og grunsemdir um að fjármunir Byrgisins hafi verið notaðir til einkaneyslu, séu rangar. Síðast í Kastljós þættinum í gær staglaðist hann á þessu, og sagðist sömuleiðis ætla að ganga í fyrirtæki og safna kvittunum fyrir því sem vantaði. Maðurinn er ruglaður, maðurinn er sjúkur!!!

Hef þetta ekki lengra, lifið heil!!!

mánudagur, janúar 15, 2007

Í nýja árinu á fullri ferð

Jæja hvað segið þið þá?

Ég er bara helvíti góður. Maður er svona rétt að komast á skrið eftir jólafrí. Kom suður um þar síðustu helgi til þess að byrja í vinnunni, en núna er komin vika síðan Arnar byrjaði í MK, á meðan ég og Kristín fengum "auka" viku. Helgin var stórátakalaus í meira lagi. Ég skrapp reyndar til Hreiðars á föstudeginum, í létt innlit og smá "PRO". Á laugardeginum fórum ég og Kristín á útrýmingarsölu í IKEA- Holtagarðum. Þar sem ég verslaði mér netta bókahillu, á fínu verði. Þetta var sömuleiðis rosaleg upplifun að fara þarna inn og sjá Íslendinga tapa sér, eins og þeim einum er lagið. Sendiferðabílar hægri, vinstri og búðin við það að tæmast. Síðar um daginn fóru Kristín og Arnar á handbolta-landsleikinn, á meðan ég fylgdist með enska boltanum ;). Í gær var síðan slappað af....

En já, skólinn er að byrja í dag, og þá verður planið fljótt að fyllast aftur. Það verður þó pláss fyrir fleiri vísindaferðir að þessu sinni ;)

See ya

föstudagur, janúar 05, 2007

Gleðilegt nýtt ár

Sæl öll

Þetta verður stutt að þessu sinni. Ætla bara að óska ykkur gleðilegs nýs árs, með þökk fyrir það gamla. Þessi pistill, eða fyrirrennari hans átti að vera mun veglegri, en af einhverjum óskiljanlegum ástæðum þá fraus allt apparatið, hjá þeim sem sjá um þetta.


Málið var að í gær ætlaði ég að henda inn færslu, og var búinn að sitja hérna fyrir framan tölvuna í tæpa þrjá tíma. Pistillinn um gamla árið, með myndum og allum pakkanum ;) Þegar ég var loksins búinn, og ætlaði að "publisha" efninu, þá lá serverinn niðri, helvíts, djöfulsins, anskotans.



Ég kveð með tveim myndum frá liðnu ári ;)


Stebbi, Palli og ég, í góðum fíling á Hressó eftir ærlega "vísindaferð" í Vífilfell.


Palli og Runi, eftir vísindaferðina í Framsókn, bara helvíti nettir ;)

Over and out, á nýju ári