fimmtudagur, ágúst 31, 2006

Einu sinn var...

Sæl verið þið ;P

Eftir endalausa þolinmæði, jaml, japl og fuður, þá birtist hér frásögn sem ég kláraði, reyndar í síðustu viku. Hafði reyndar ekki tíma til þess að henda þessu inn, fyrr en nú. Myndir sem ég tók, á meðan á road-trippinu stóð, eru ekki alveg ready,,, og verða því að bíða betri tíma. Þetta er frekar löng frásögn, svo endilega, sækið ykkur popp, og kók í leiðinni ;)

VERSLÓ, var tekin með trompi þetta árið. Við félagarnir: Ég, Palli og Runi byrjuðum að velta þessum möguleika fyrir okkur, rétt rúmum mánuði áður. Að lokum varð Neistaflugið á Neskaupsstað fyrir valinu, líkt og í fyrra. Upphaflega var planið hjá mér að fara norður í land, og þaðan austur, og verða þeim fyrrnefndu samferða áleiðis. Það varð hins vegar úr að Hreiðar ákvað að slást með í för, og því var stefnan sett á suðaustur-leiðina, enda hafði ég aldrei farið þá leið áður.

Skipulagningin fyrir ferðina byrjaði nokkrum dögum áður, en lagt var í ´ann. Nauðsynlegir hlutir keyptir, s.s. bjór, áfengi, og aðrir aukahlutir. En komum nánar að því síðar. Mig langar nefnilega að minnast á helgina fyrir Versló, en þá skellti ég mér austur yfir fjall, og fór þar í bústað sem fjölskyldan hafði tekið á leigu, í hæfilegri vegalengd frá Gullfossi og Geysi. Aksturinn upp eftir tók rúman klukkutíma á laugardagsmorgni, en félaginn mætti á svæðið í þessu fínasta veðri, rétt upp úr klukkan tólf. Síðar um daginn var tekinn rúntur á Geysi og Gullfoss, og veðrið eins og áður segir, dásamlegt. Hitinn var svakalegur.

Myndavélin var að sjálfsögðu munduð, hægri-vinstri, enda liðin hartnær fimmtán ár frá síðustu ferð, á þessar slóðir. Gullfoss skartaði sínu fegursta, og hér til hliðar ætlaði ég að hafa mynd, en hún verður að bíða, betri tíma. Um kvöldið, eftir að við vorum komin, aftur heim í bústað, þá var grillið tekið fram, og pabbi tók til við að grilla kjúklingabringur, ásamt hrefnukjötinu sem ég hafði komið með. Hreint út sagt lostæti, þessi magnaði matur, og hvítvínið með, skemmdi sko ekki ;)

Næsta vika var vægast sagt, mjög lengi að líða, enda var tilhlökkunin, við að komast austur, mjög mikil. Á mánudeginum bað ég svo um frí í vinnunni, svona just in case, for notice, og það var að sjálfsögðu ekkert mál ;) Heyrði síðan í strákunum (Helga-Palla-Runa) reglulega á kvöldin, svona til þess að slípa saman einhverja ferðaáætlun.

Á fimmtudagskvöldinu komu mamma, pabbi, Kristín og Arnar úr bústaðnum og fengu að gista í Þverbrekkunni, áður en að lagt yrði í ´ann norður. Ég fór síðan til Hreiðars og gisti þar, enda hafði verið planað að leggja af stað, hallandi nóttu, eða um fimm leytið. Það tókst næstum, en við vöknuðum tvær mínútur í fimm, og vorum komnir af stað, rétt upp úr, hálf sex. Rigning og þoka blasti við, sem sagt, frábært ferðaveður, sem átti eftir að fylgja okkur alla leiðina austur. Ferðin gekk vel, og greiðlega, enda umferðin lítil sem engin.

Það gafst því meiri tími til þess að virða landslagið fyrir sér, sem var by the way, stórbrotið. Og var aksturinn, frá Hellu og að Vík í Mýrdal sérstaklega ánægjulegur. Á síðan varla lýsingarorð til þess að lýsa jöklinum, þessum eina sanna,,,,, - Á þessum tímapunkti var verulega farið að síga í stýrið, váá, hvað aksturinn var orðinn lýjandi, en áfram var haldið, Jökulsárlónið, var einstaklega fallegt, þó svo að veðrið hafi verið betra á leiðinni heim. Stoppuðum þó í bæði skiptin og smelltum af nokkrum myndum.

Aksturinn frá Höfn, og austur, var síðan algjört pain, rigning og þoka, eins og áður segir. Skriðurnar voru síðan sérstaklega skemmtilegar, þar sem þær voru jú,,,,, ein malarsósa, út í gegn. Ég elska malarvegi,,, yeah right...

Keyrt var í gegnum þrjú göng á leiðinni, Víkurskarðsgöngin, Fáskrúðsfjarðargöngin, og Oddskarðsgöngin. Hugsaði um leið, hvað það verður frábær samgöngubót fyrir Siglfirðinga, og aðra landsmenn, þegar Héðinsfjarðargöngin verða tekin í notkun. Stórkostleg samgöngubót.

Aksturinn hélt áfram, inn og út þessa blessuðu firði, og allt þar til maður staðnæmdist á Neskaupsstað, rúmum átta tímum síðar. Höfðum reyndar komið við á Reyðarfirði, og stoppað svolítið þar líka. Veðrið var bara mjög gótt, hlýtt og fínt, en smá suddi. Hann létti þó til þegar leið á daginn. Það var til að mynda mun hlýrra en árið á undan.

Kom síðan við hjá Dísu og Helga, á slaginu tvö, og þaðan var stefna sett niður á þvottaplan, þar sem mesti skíturinn var skolaður af bílnum. Þegar þarna var komið við sögu, þá voru Palli og Runi á leiðinni frá Akureyri, einhversstaðar við Mývatn að mig minnir, en þeir höfðu,,,,, tafist aðeins á Króknum, humm, hvað skyldi hafa gerst?

Að því búnu var stefnan sett á tjaldstæðið, þar sem ég, Helgi og Hreiðar settum upp veislu-tjaldið. Helgi var reyndar í aðalhlutverkinu. Að því loknu var ákveðið að skella sér í Egilsbúðina góðu, og fá sér eina austfirska (pizzu), og bjór með,,, mjög svo ljúft, mjög svo líka ljúft og hringja í strákana, sem voru nú á Egilstöðum.

Eftir matinn, var dagskrá á úti-sviðinu, þar sem við stöldruðum við í nokkra stund. Þar var m.a. Upphitun við Queen-showið sem var á dagskrá síðar um kvöldið.

Ég man nú ekki um hvaða leyti félagarnir komu í bæinn, en það var einstaklega gaman að fylgjast með Runa á tjaldstæðinu, að setja upp ónýta tjaldið sitt,,, algjör snilld,,, Sátum síðan, eftir að Helgi-tjaldmeistari hafði reddað málum, og teiguðum nokkra bjóra, í góðra vina hópi. Síðar um kvöldið var tekinn rúntur um bæinn í boði Helga, og Dísu, sem var svo yndisleg, að keyra. Þar kom skrifaði diskurinn minn að góðum notum,,, og þá sérstaklega kantrý-ið hans Hallbjarnar, en hann virkaði sem fínasta upphitun fyrir Queen-showið, sem við mættum helst til, of seint á,,,ansk...

Stemmarinn í húsinu þegar við komum inn, var síðan engu líkur, þvílík og önnur eins söngskemmtun, öllum trompum spilað út, og allir syngjandi og dansandi. Það má í raun segja að ballið með í Svörtum Fötum sem á eftir kom, hafi algjörlega fallið í skuggann, þrátt fyrir að vera hin fínasta skemmtun. Af ballinu, var tekinn taxi, og á leiðinni upp á svæði, þá mættum við Elínu, og vinkonu hennar sem voru þá nýmættar á svæðið.

Þegar á tjaldsvæðið var komið, þá var Partý-tjaldið fokið, eða hvíta ruslið, eins og ég kýs að kalla það hér eftir. Mér til mikillar ánægju og yndisauka, þá hafði sömuleiðis verið farið inn í tjald hjá mér og tappinn rifinn úr dýnunni, eftir að rótað hafði verið í tjaldinu hans Runa, Djöfull var ég svekktur og súr, mig langaði virkilega að berja einhvern, eftir þennan gjörning. Svaf samt alveg ótrúlega vel yfir nóttina, þó loftlaus væri.

Á laugardeginum, var ekki sparað til við veðrið, líka þessi rjómablíða, sól og steikjandi. Hreiðar var að sjálfsögðu tilbúinn með morgunmatinn, og bauð upp á brauð, og fjórtán tegundir af áleggi :) (Drykkurinn var innifalinn,,,, og skipulagningin alveg í botni hjá félaganum :)

Síðan var rúntað um bæinn, og púlsinn tekinn á skemmtiatriðunum, sem voru á sviðinu, fylgst með Brunaslönguboltanum, og grillmatur keyptur fyrir kvöldið. Sannkallaður lúxus. Síðar um daginn, eftir að við vorum komin, aftur upp á tjaldsvæði, þá reistum við hvíta ruslið við, og sátum síðan í gúddí fíling, drekkandi bjór, og jáá, rabbandi við Keflarana (Bigga-Steina & Þorstein), sem voru að þeirra sögn, í allt öðru tímabelti, nett ruglað lið þar á ferðinni,,,,ég veit að Runi er með frasana frá þeim, á hreinu og smellir þeim kannski upp í commentunum ;) Síðuna þeirra má sjá á slóðinn www.blog.central.is/grairkettir

Byrjuðum síðan að grilla, nei fyrirgefið, Helgi byrjaði að grilla, og átti þann þátt alveg einn. Svínið og Lambakjötið, smakkaðist mjög vel, og var svínið, sínu betra. Það var því ágætis stemmari í hópnum eftir að þessir tæpu, hér að ofan, höfðu yfirgefið svæðið, um stundarsakir. Síðar um kvöldið var tekinn rúntur, líkt og kvöldið áður, og því næst skellt sér á ballið, nú með Skítamóral, sem var bara, í meðallagi, verð ég að segja. Hitinn í Egilsbúð var hins vegar yfirgnæfandi og ef ég man rétt, þá tókum við taxa, síðar um nóttina, beint upp á stæði.

Næsti dagur, sunnudagur, var heldur síðri,,,, veðurfarslega séð, lítil sól, og ekki alveg jafn hlýtt og hina dagana. Fengum okkur morgunmat, áður en við skunduðum niður á Olís, og fengum okkur smá viðbótar brönch. Dagurinn leið með svipuðum hætti, og þeir tveir fyrri, nema það, að nú fórum við á Kapítano, og fengum okkur Indverskan-Kínverskan, og fyrir mína parta, þá segi ég, þvílíkt lostæti, kostgæti. Pöntuðum okkur alla réttina, og vorum með einskonar hlaðborð. Ég fór allavegana ekki svangur út ;) - Eftir þetta tókum við nokkra hringi um kaupsstaðinn, og kíktum síðan fyrir algjöra tilviljun upp á tjaldsvæði, en tjöldin voru á góðri leið með að fjúka burt, hvíta ruslið reyndar komið út í skurð, og því var hafist handa að bæta fleiri krókum við búslóðina.

Um kvöldið, og eftir nokkra hringi, var komið að brekkusöngnum, og öðru glensi og gríni, sem var svona mis-skemmtilegt, hvass vindur eyðilagði svolítið fyrir, sem varð til þess að ekki var hægt að kveikja í brennunni, en rúsínan í pylsuendanum var hins vegar flugeldasýningin sem tókst með afbrigðum vel, og hlaut að launum, mikið lof fyrir.

Síðar um kvöldið hélt þessi blessaða framhaldssaga áfram, en þá voru tvö tjöld lögst, tjaldið Runa, og tjaldið Hreiðars, ég ákvað því að rífa mitt niður, og sofa í bílnum, þ.e. ef til þess kæmi. Helgi og Dísa, og foreldrar Dísu, buðu okkur hins vegar gistingu, sem var þegin með þökkum. Þetta var alveg ótrúlega skemmtilegt móment að taka niður tjald á methraða í hávaðaroki og kolsvarta myrkri, og flytja sig síðan, og koma sér fyrir í heimahúsi. Takk fyrir mig, Dísa & Helgi.

Eftir allt umstangið, fórum við á djammen, Sálina hans Jóns míns og satt best að segja, þá snerti hún mig ekki baun. Það var algjörlega troðið,,,hitinn óbærilegur,,, og alltaf verið að stappa á manni. Þetta var sem sagt, ekkert skemmtilegt ball, og sennilega með fimm lélegustu böllum sem ég hef farið á. Það vantaði NEISTANN....og lagið líka,,,,

Runi stakk af og fór snemma heim, en ég reyndi að tóra rest. Eftir ball keyrði, Hreiðar, Hálfdáni úr Djúpu Lauginni, og konu hans heim, en Palli þekkir vel til þeirra. Tígri kötturinn hennar Dísu, tók síðan vel á móti okkur, þegar heim var komið. Algjört krútt, og ég orðinn dýravinur, og hreint alveg ótrúlegir hlutir að gerast,,, Ég sofnaði fljótlega, og svaf ágætlega um nóttina, Helgi og Dísa komu síðan heim, undir morgun, löngu eftir að ég rotaðist.

Næsta dag, eða um hádegi, reif maður sig á fætur, og gekk frá lausum endum, en framundan var aksturinn suður. Veðrið var komið í sumarskap á ný og sólin brosti sínu breiðasta. Lagt var af stað um tólf-leytið, eftir að allir höfðu verið kvaddir, nema Dísa sem var sofandi,,, skilaði að því búnu, kveðju til Helga og bað fyrir kærar þakkir fyrir allt.

Veðrið suður, hélst síðan alveg að Vík í Mýrdal (Sól og heiðskírt), og blásturinn í bílnum á fullu, og við samt að kafna. Jökulsárlónið (Bond-Lagoon) stóð samt upp úr, og því var ákveðið að stoppa aðeins, og njóta líðandi stundar.

Umferðin var í þyngri kantinum, og húsbílarnir í tugatali. Við mættum síðan hverjum björgunarsveitarbílnum á fætur öðrum, sem var að fara til leitar að Konna Klöru, sem hafði villst á hálendinu, kvöldið áður. Váá hvað aksturinn var lýjandi,,, og hvað er málið með að hafa (40) einbreiðar brýr á þessum vegarkafla, þvílíkt rugl... Í bæinn komum við, klukkan að verða hálf-níu, frekar þreyttir, eftir þessa átta tíma siglingu, og vinna daginn eftir,,,

,,,ég segi ekki meir!!!,

Bið að sjálfsögðu að heilsa öllum,
Með kveðju úr borginni,
Nonni,

þriðjudagur, ágúst 22, 2006

Ísland - Danmörk (Miðasala hafin)

Hverjir hafa hug á að skella sér á landsleikinn? Nánari upplýsingar má sjá, hér að neðan:

Miðasala á landsleik Íslands og Danmerkur í Evrópukeppni landsliða er hafin á ksi.is og midi.is. Sala aðgöngumiða á landsleiki fer nú fram í nýju miðasölukerfi fyrir Laugardalsvöll frá midi.is



Kaupendum gefst kostur á að velja sér það sæti sem viðkomandi vilja sitja í.
Að kaupum loknum fær kaupandinn sendan e-miða (pdf skjal) í tölvupósti, sem hægt er að prenta út og nota sem aðgöngumiða á völlinn. Einnig er hægt að sækja miða í verslanir Skífunnar og BT, gegn framvísun skilríkja. Einnig er hægt að kaupa miða á leikinn í verslunum Skífunnar og BT.





Forsala til og með 5. sept.
Sæti í rauðu svæði kr. 4.500
Sæti í bláu svæði kr. 4.000

Sæti i grænu svæði kr. 1.500




Miðaverð á leikdag 6. sept.
Sæti í rauðu svæði kr. 5.000
Sæti í bláu svæði kr. 4.500
Sæti i grænu svæði kr. 2.000





Hægt er að kaupa miða með því að smella á valmyndina á forsíðu ksi.is, á midi.is eða með því að smella hér

Hverjir ætla?



Kv. Nonni


















Myndasamkeppni NFS

Sæl öll,

Þið ykkar sem fylgist ávallt spennt með veðrinu á kvöldin, hafið eflaust tekið eftir ljósmyndasamkeppni NFS,,, og í gær var birt mynd eftir félagann. Það kom mér þægilega á óvart þegar neðangreind mynd birtist á skjánum í gærkveldi.



(Mynd: Jón Óðinn Reynisson)

Þið ykkar sem misstuð af mómentinu hjá Sigga Storm, getið séð það, með því að smella hér. Myndskeiðið (07:25-07:53).

Ég bið auðvitað kærlega að heilsa ;)
Kv. Nonni

laugardagur, ágúst 19, 2006

Menningarnóttin

Sæl öll, ég hugsa að það verði kominn desember, þegar næsta almennilega færsla kemur, var að koma af Menningarnóttinn, algjörlega stappað í bænum, en samt ógeðslega gaman,,,trallalaaa - Hér koma nokkrar myndir ;)




Hérna vorum við fyrir framan Glitnis-sviðið, og hljómsveitin Í Svörtum fötum að spila, góður stemmari, eins og sést á Hreiðari ;-P




Hér fikruðum við okkur upp eftir Austurstrætinu, hljómsveitin Benni Hemm, Hemm að tjútta vitið úr fólki,,,,,



Og fleiri mannfjöldamyndir, ekki sénsinn að fara upp eftir Laugaveginum.




Arnarhóll, here we come, fundum okkur góðan spot, og hlustum á Hip-Hop dauðans,,,





Og ég fílaði það í tætlur,,,





Ein góð að lokum ;-P



Bið að heilsa öllum, með kveðju norður og austur

Nonni

mánudagur, ágúst 14, 2006

Fleiri myndir frá Versló

Jæja kæru lesendur, þá er komið að fleiri myndum frá Versló, ég held að þessar sleppi alveg ;) Er byrjaður á bloggfærslunni, en þar sem ég er að læra á billjón fyrir próf þessa dagana, þá kemur hún í fyrsta lagi inn, um næstu helgi,,,



Eins og sjá má, þá var fullt á Sálarballinu, svona einum of...



Ég og Palli, alltaf jafn glæsilegir, hehe. Vantar bara opin augu hjá mér, ohhh



Ég algjörlega að missa það, skil ekki afhverju ;)



Hreiðar búinn að næla sér í eina,,, algjörlega edrú,,, daddarraaa,



Og þar sem Runi fór snemma heim af ballinu, þá mætti tvífari hans í staðinn. Ég meina, þið er ótrúlega líkir,,,




Kv. Nonni

föstudagur, ágúst 11, 2006

Myndir, frá Versló

Sæl öll, var að skoða pose.is og fann þessar glæsilegu myndir af okkur ;) hehe - Umfjöllun um helgina gæti eitthvað dregist :)



Hreiðar alltaf góður eins, og sjá má ;)

Ég hló nú bara þegar ég sá þessa Palli minn,,,

Virkilega góð þessi, tekin rétt áður en Palli, Helgi og Dísa mættu á svæðið.

Kv. Nonni