Áttu von á kraftaverki í kvöld?
Sæl öll!
Ég og Arnar skelltum okkur út í smá bílrúnt klukkan tíu í kvöld, og að sjálfsögðu greip ég vélina með. Er ekki kominn með þrífót, en það er næsta mál á dagskrá, ásamt tösku.
Náði þrátt fyrir þetta ágætis myndum, í þessu líka fína veðri. Við fórum víða, kíktum upp í Öskjuhlíð, og tókum ágætis hring í Kópavogi.
Fyrirsögnin á þennan pistil kom þegar ég var staddur við Kópavogskirkju, en þá vatt sér upp að mér göngugarpur, sem spurði um leið, hvort ég ætti von á kraftaverki í kvöld? Ég leit undrandi á manninn, og brosti tilbaka og skyldi bara ekkert hvað hann var að fara. Hann var snar í tilsvörum og sagði að sér þætti skondið að sjá tvo ljósmyndara, á nákvæmlega sama tíma, að mynda kirkjuna í bak og fyrir, hehe góður ;) - og þá sérstaklega í ljósi þess að nokkru fyrir neðan mig var annar einstaklingur að mynda kirkjuna.
Ég og Arnar skelltum okkur út í smá bílrúnt klukkan tíu í kvöld, og að sjálfsögðu greip ég vélina með. Er ekki kominn með þrífót, en það er næsta mál á dagskrá, ásamt tösku.
Náði þrátt fyrir þetta ágætis myndum, í þessu líka fína veðri. Við fórum víða, kíktum upp í Öskjuhlíð, og tókum ágætis hring í Kópavogi.
Fyrirsögnin á þennan pistil kom þegar ég var staddur við Kópavogskirkju, en þá vatt sér upp að mér göngugarpur, sem spurði um leið, hvort ég ætti von á kraftaverki í kvöld? Ég leit undrandi á manninn, og brosti tilbaka og skyldi bara ekkert hvað hann var að fara. Hann var snar í tilsvörum og sagði að sér þætti skondið að sjá tvo ljósmyndara, á nákvæmlega sama tíma, að mynda kirkjuna í bak og fyrir, hehe góður ;) - og þá sérstaklega í ljósi þess að nokkru fyrir neðan mig var annar einstaklingur að mynda kirkjuna.