Taka tvö, Iðufell - 21. júní "08







Hugmyndin er góð, og það verður skemmtilegt fyrir landann ef þetta afl nær að blómstra, það væri óskandi... Ég sé hins vegar margt líkt með Lýðræðisflokknum og Íslandshreyfingunni (svona allavegana á fyrstu metrunum), en vona bara að það rætist úr þessu hjá þeim, þ.e.a.s að menn og konur haldi sannfæringu sinni út í gegn, ólíkt öðrum flokkum sem nú sitja á þingi.
Og að öðru...náskyldu - Hvers vegna eru þingmenn, og ráðherrar aldrei látnir sæta ábyrgð, á því sem miður fer? Tökum sem dæmi skipanir ráðherra í hin ýmsu störf í stjórnsýslunni, er eðlilegt að ráðherra geti "einn og óstuddur" tekið ákvörðun um að veita flokks- bróður, eða -systur, embætti sem fjármagnað er með sjóðum almennings? Væri ekki eðlilegra að breiðari hópur fólks kæmi að þessum ráðningum, en fyrir mitt leyti þyrfti þetta að vera hópur fólks sem nyti mikillar virðingar í samfélaginu og um leið almannahylli? Hvað segið þið, einhverjar uppástungur?
Hvers vegna er sá hæfasti aldrei ráðinn?