Jæja hvar á maður eiginlega að byrja,,,Váá, það er engin launung að síðasta helgi er hreint út sagt, ein sú magnaðasta og skemmtilegasta sem ég hef upplifað. Þvílík skemmtun. Þetta hófst allt með því að ég fékk frí í vinnunni síðastliðinn föstudag. Planið var að leggja eldsnemma af stað, einfaldlega, svo maður fengi að njóta fjarðarins, aðeins lengur. Ég vaknaði rétt rúmlega hálf sjö, eftir að hafa sofið í rétt þrjá tíma. Skellti mér lappir, og fékk mér morgunmat. Eftir eitt glas af appelsínusafa var rokið út með farangurinn, og hárið var auðvitað glæsilegt að vanda. Stefnan var sett heim til Brynjars í Breiðholtinu, og þangað var ég kominn korter fyrir átta. Veðrið var ömurlegt, rigning og rok, og því engin eftirsjá af Reykjarvíkinni í þetta sinn. Leiðin norður gekk greiðlega, enda var umferðin í minna lagi. Við skólafélagarnir skemmtum okkur auðvitað vel á leiðinni, hlustuðum á nýgerða spólu, sem ég hafði verið að baslast við að púsla saman, frá því, kvöldið áður. Það var sem sagt sungið og spjallað, alla leiðina norður.
Á Blönduósi var ákveðið að nema staðar, og fá sér eitthvað gott í gogginn. Essó-Skálinn varð fyrir valinu, og þar tók á móti okkur afskaplega myndarleg stúlka, með þjónustulundina alveg í topp. Pylsan þótti bara nokkuð góð, verð ég að segja, og kókið skilaði sínu. Eftir korters stopp var brunað af stað, aftur. Þverárfjall varð fyrir valinu, en sú ákvörðun átti fljótlega eftir að koma í bakið á okkur. Það er nefnilega byrjað að “framkvæma” á svæðinu. Akstur á eftir trailer er því ekkert móment sem maður ætti að óska sér, og sérstaklega ekki þegar vegurinn er ein drullusósa út í gegn. Þrátt fyrir þetta lentum við á Sigló, rétt rúmlega tólf. Það var yndislegt að keyra inn í bæinn, og sjá skiltið, “Velkominn Árgangur 82”. Síðar um daginn var komið að því að fara í klippingu, enda var sú aðgerð orðin löngu tímabær. Eftir þá hreinsun, ákvað ég að skella mér í heimsókn, enda var ég búinn að lofa mér á nokkra vel valda staði ;). Eftir heimsóknina í nýja húsið hjá Siggu og Svenna, sem er alveg glæsilegt, þá fór ég heim að gera mig kláran fyrir kvöldið. Ekki skemmdi veðrið fyrir, en það var í einu orði sagt dásamlegt, algjört skjól fyrir ofan hús, og 35 stiga hiti, enda skein sólin beint á mælirinn. Með bjór í hönd, þá gat þetta bara ekki klikkað. Íbbi hringdi síðan, og sagði að það yrði “nett” upphitun hjá Hauki Leós, klukkan sjö. Strákarnir ætluðu að hittast þar, en stelpurnar hjá Hönnu Siggu. Til Hauks mætti maður síðan, um hálf átta leytið, eða nokkru eftir að ég hafði snætt kvöldverð með fjölskyldunni. Það var auðvitað rífandi stemmari í “fyrir” partýinu, og alveg frábært að hitta gömlu skólafélaganna, aftur. Og suma hverja í fyrsta sinn, í mörg ár, s.s. Willa sem hefur búið í Danmörku frá því í tíunda bekk, og Robba sem flutti suður í Hafnarfjörðinn 12 ára gamall. Við létum auðvitað, aðeins bíða eftir okkur, en hittingurinn úti í Alla, (Alþýðuhúsinu) átti að hefjast um níu-leytið.
Stelpurnar voru að sjálfsögðu mættar á undan okkur, uppdressaðar og glæsilegar. Boðið var upp á bjór á vægu verði, og sumir nýttu sér það meira en aðrir ;) Það var góður stemmari í hópnum, það var sem sagt mikið spjallað og heilmikið hlegið. Tónlistin dunaði frameftir nóttu, eða allt þangað til að ljósin voru kveikt, en þá fór fólk að tínast út, eitt af öðru. Nokkru áður höfðu Veraldarvinir kíkt í heimsókn, með trommur og allt sem því fylgdi. Þess má geta að sumir stigu trylltari dans, en áður hefur sést ;) Rétt fyrir klukkan fjögur, fékk ég far með Jóhannesi heim, enda blasti við skipulögð dagskrá daginn eftir. Það var því um að gera að drífa sig heim, til þess að ná einhverjum svefni fyrir komandi átök. Ég steinrotaðist þegar heim var komið, og vaknaði um hálf-tíu leytið, þá rúmum fimm tímum síðar, snoozaði í smá stund, en skellti mér á fætur, að því loknu, fékk mér smá að borða, og fór því næst út í bíl, og niður á torg.
Þangað var mættur dágóður hópur, og þeir einstaklingar sem ekki voru vaknaðir voru ræstir út. Og þeim sagt að hypja sig á lappir. Stefnan hafði verið sett á sjóferð, en þar sem sjófærið, var ekki eins gott og vonast hafði verið til, þá var ákveðið að skella sér suður í skógrækt. Við lögðum reyndar bílunum við Stóra-Bola og gengum þaðan, smáspöl. Þegar við vorum komin að hesthúsunum, þá voru veraldarvinir að gera sig klára fyrir hestaferð, Íbbi hélt á brennibolta, og til þess að gera langa sögu stutta, þá tókst honum að kasta boltanum hátt og ævintýralega, beint ofan á hjálminn hjá einum viðstöddum, hann small gjörsamlega í, og þetta var óneitanlega mjög fyndið fyrir þá sem sáu þetta. Áfram hélt gangan og fyrr en varði vorum við mætt út í skógrækt. Þar var boðið upp á langlokur, svala og bjór. Alveg ótrúlega svalandi og góður sá síðastnefndi. Grétar Rafn gerði síðan gott, enn betra og gaf okkur nokkrar Ópal-flöskur, sem við staupuðum í góðra vina hópi. Þ.e.a.s. sest var í stóran hring, og á meðan flöskurnar gengu á milli, þá sagði hver og einn, frá sjálfum sér, og hvað hann hefði gert frá því í framhalds- og menntaskóla. Að því loknu fórum við yfir á Íþróttasvæðið við Hól, en stöldruðum þó stutt, þar við.
Næst á dagskrá, var ratleikurinn. Skipt var upp í lið, og því næst haldið af stað. Fyrsta þraut hjá okkur, eða liði 3, sem skipað var Auði, Brynjari, mér, Huldu og Willa, var að finna kvenmann í bænum, sem myndi láta brjósthaldarann sinn af hendi, og kvitta nafn sitt undir, því til staðfestingar. Næsta þraut var að hlaupa út á Alla, syngja skólalagið, sem BK, kunni aftur á bak, sem áfram. Því næst var staupað. Þriðja þraut, var að taka egg sem við höfðum meðferðis, banka upp á í heimahúsi, og steikja það, smella því síðan á pappadisk, og hlaupa áfram um bæinn. Já það var sko hlaupið. Fjórða þraut var að telja gluggana á bakhlið Grunnskólans. Fimmta þraut, var að hlaupa á bakvið Bíóið og finna þar lista með spurningum sem við áttum, síðan að svara. Afþví loknu var komið að sjöttu og síðustu þraut. En hún var að skella sér út á bryggju og veiða fisk. Sú þraut gekk ekki nógu vel, en allir komu þó með eitthvað að torginu, Ufsa, sem frosna loðnu. Ívar beið ekki boðanna og varð að smakka á einni loðnunni, þ.e. hann stakk henni gjörsamlega ofan í kok, engum líkur, félaginn. Ég verð að segja að þetta vakti nokkra athygli og kátínu hjá bæjarbúum, enda ekki svona gjörningur á hverjum degi.
Að ratleik loknum fóru flestir, en þó ekki allir, heim að gera sig klára fyrir kvöldið. Ég ákvað að drífa mig heim, og shine-a mig fyrir skemmtunina. Á leiðinni í bæinn, til Hauks eftir uppádressingu, var komið við á Laugarveginum, og Willi og Jón Guðni teknir með. Já, bekkjarsystkini manns voru í misgóðu lagi, þegar til Hauks var komið.
Húsið opnaði um hálfátta, og maturinn byrjaði u.þ.b. klukkutíma síðar. Á meðan á hlaðborðinu stóð, þá rúllaði myndasýningin yfir. Hreint út sagt, frábærar þessar gömlu góðu myndir. Maturinn sem Lóa og Halli matreiddu síðan, var hreint út sagt frábær, og takk fyrir mig, kærlega. Hvítvínið með matnum stóð síðan fullkomnlega fyrir sínu. Eftir mat var tekin smá pása, áður en stelpurnar komu með atriðið sitt, sem var by the way, algjör snilld. En þær tóku hvern og einn strák í bekknum fyrir, og sendu út spurningalista með stöðluðum spurningum, þeirra á milli. Ég man auðvitað bara veigumestu atriðin, þar sem ég komst á blað ;) Ég var líklegastur af strákunum til þess að verða kosinn forseti, hlaut meirihlutakosningu auðvitað ;) takk fyrir atkvæðin stelpur ;) komst líka á blað yfir, þá að vera líklegur til þess að stofna fyrirtæki, já hver veit, kannski að maður eigi eftir að láta til leiðast. Stelpurnar voru líka beðnar um að lýsa hverjum og einum eins og þær mundu eftir honum, frá því í “old days”. Ég hef greinilega verið mjög saklaus og góður drengur ;),,, en allavega, eftir slide-showið, þá var fólk hvatt til þess að stíga í pontu, og koma með brandara. Þar bar Hulda Katrín af, og fór hreinlega á kostum, með sínum danska hreim, sem Guðný Páls hefði eflaust orðið mjög stolt af.
Nokkru eftir þetta steig hljómsveitin Tvöföld Áhrif á svið, og hélt uppi fjörinu langt fram eftir nóttu, og stóðu þeir sig bara mjög vel. Eftir ball, fór síðan stór hluti af hópnum heim til Hauks Leós, ég stoppaði reyndar stutt, við, enda ætlaði ég að ná góðum svefn áður en ég legði í ´ann daginn eftir. Úr varð að ég kom heim rétt að verða fimm, og steinrotaðist fljótlega eftir það. Vaknaði síðan að verða tólf, og fór að gera klárt fyrir ferðina suður. Brynjar kom ekki með suður, heldur ætlaði kappinn að dvelja örlítið lengur fyrir norðan. Það hefði ég líka gert, ef vinnan hefði ekki beðið, á mánudagsmorgni. Ég fékk hinsvegar afar skemmtilegan ferðafélaga með mér suður, stelpu að nafni Steinunn Marta. Hana tók ég upp í á Tjörnum, en þess má geta að hún er hálfsystir, Skarphéðins frænda. Það fór vel á með okkur, á leiðinni suður, og mikið talað um heima og geima. Það má allavegana segja að hún sé búin að ferðast til fleiri landa en ég ;). Þar að auki stundar hún nám, við listaskóla úti í Hollandi. Mig var allt í einu farið að dreyma að ég væri á bakpokaferðalagi um Evrópu. Umferðin suður var nokkuð stíf, og þessar blessuðu bílalestir, gerðu manni lífið leitt.
Eftir að suður var komið skutlaði ég Steinunni heim til sín, ég þakkaði henni sömuleiðis, kærlega fyrir rúntinn ;) Af því loknu hélt ég heim á leið, kom sömuleiðis með tölvuskjá að heiman, en skjárinn á flattölvunni eyðilagðist, eins og sagt hefur verið frá, í pistli á gamla blogginu.
Ég veit ekki hverju ég get bætt við þetta hér að lokum. Myndirnar eru frá Erlu Ósk, http://lukka000.spaces.msn.com/ - Ég sé ekki með nokkru móti, að þetta verði toppað á næstunni.
Over and out, og með kveðju
Jón Reynis