Mig langar sko ekkert að blogga!!!
Sæl öll
Eins og fyrirsögnin gefur til kynna, þá er ég algjörlega snauður af hugmyndum varðandi þetta blessaða blogg. Skólinn gengur vanaganginn, líkt og vinnan. Kláraði að taka lokapróf í Málstofu: Fjölmiðlar og stjórnmál, sem átti þó að vera próflaus áfangi,,, hmm,,, giskið þrisvar hver kenndi,,, Er umdeildur og byrjar á H... - Prófið gekk hins vegar mjög vel...
Annað sem mig langar að deila með ykkur er óþægileg lífsreynsla frá síðastliðinni helgi.
Innskot: „Þannig er nú mál með vexti að ég fór í fermingu til bróðir míns um síðustu helgi, nánar til tekið á sunnudeginum. Á heimleiðinni, eða um klukkan hálf sjö, eftir annars mjög góða veislu, var ég að keyra á Reykjanesbrautinni og nýkominn fram hjá afleggjaranum til Njarðvíkur. (Var ekki kominn á tvöföldunina), þegar ég sé skyndilega að það kemur bíll beint á móti mér, þ.e. kominn yfir á minn vegarhelming og stefnir beint framan á mig. Sá ekki hvort hann var að reyna framúrakstur við annan bíl sem kom á móti, en allavegana þá var þetta helvítis fíflaskapur, sem endaði með því að hann fór út á vegöxlina hægri megin, (séð frá mínu sjónarhorni), og þannig mættumst við, þ.e. ég var vinstra megin á hægri helmingi vegarins, eins og myndin sýnir og hann hægra megin, á þessum sama helmingi (séð frá mér). Hefði vegöxlin ekki verið, hefði hann, annaðhvort kastast út í móa, eða lent framan á mér,,, Var gjörsamlega í leiðslu eftir þetta, og tilhugsunin, hvað ef, og kaldur hrollur fylgdu í kjölfarið.“
Eru síðan einhverjir hissa á því að fólk sé að slasast og jafnvel deyja, þegar svona vitleysingar setjast undir stýri. (Myndin hér til hliðar tengist þessu ekki á nokkurn hátt).
~Bið að heilsa, og sendi kærar kveðjur til sjávar og sveita~
Eins og fyrirsögnin gefur til kynna, þá er ég algjörlega snauður af hugmyndum varðandi þetta blessaða blogg. Skólinn gengur vanaganginn, líkt og vinnan. Kláraði að taka lokapróf í Málstofu: Fjölmiðlar og stjórnmál, sem átti þó að vera próflaus áfangi,,, hmm,,, giskið þrisvar hver kenndi,,, Er umdeildur og byrjar á H... - Prófið gekk hins vegar mjög vel...
Annað sem mig langar að deila með ykkur er óþægileg lífsreynsla frá síðastliðinni helgi.
Innskot: „Þannig er nú mál með vexti að ég fór í fermingu til bróðir míns um síðustu helgi, nánar til tekið á sunnudeginum. Á heimleiðinni, eða um klukkan hálf sjö, eftir annars mjög góða veislu, var ég að keyra á Reykjanesbrautinni og nýkominn fram hjá afleggjaranum til Njarðvíkur. (Var ekki kominn á tvöföldunina), þegar ég sé skyndilega að það kemur bíll beint á móti mér, þ.e. kominn yfir á minn vegarhelming og stefnir beint framan á mig. Sá ekki hvort hann var að reyna framúrakstur við annan bíl sem kom á móti, en allavegana þá var þetta helvítis fíflaskapur, sem endaði með því að hann fór út á vegöxlina hægri megin, (séð frá mínu sjónarhorni), og þannig mættumst við, þ.e. ég var vinstra megin á hægri helmingi vegarins, eins og myndin sýnir og hann hægra megin, á þessum sama helmingi (séð frá mér). Hefði vegöxlin ekki verið, hefði hann, annaðhvort kastast út í móa, eða lent framan á mér,,, Var gjörsamlega í leiðslu eftir þetta, og tilhugsunin, hvað ef, og kaldur hrollur fylgdu í kjölfarið.“
Eru síðan einhverjir hissa á því að fólk sé að slasast og jafnvel deyja, þegar svona vitleysingar setjast undir stýri. (Myndin hér til hliðar tengist þessu ekki á nokkurn hátt).
~Bið að heilsa, og sendi kærar kveðjur til sjávar og sveita~