mánudagur, febrúar 19, 2007

Rauðhærð Euro(sk)vísa

Heil og sæl, gaman að sjá ykkur ;)
Eins og Vordís pantaði í síðasta svari, þá kemur hér örlítil skoðun frá mér, um framlag Íslands til Eurovision, þetta árið:

Lagið „Ég les í lófa þínum“ sem Eiríkur Hauks flytur, er stórgóð rokk-melódía. Viðlagið grípandi og Eiríkur syngur sömuleiðis mjög vel. Þrátt fyrir þetta mikla hól, þá tel ég að lagið muni ekki komast upp úr undankeppninni og inn í úrslitin í maí n.k. Ég held reyndar að enginn viti, hvað þurfi til þess ;)

Það kom mér í sjálfu sér á óvart að Eiríkur skyldi hreppa hnossið, en ég taldi að fjögur lög myndu berjast um Finnlands-ferðina. Bjóst t.d. frekar við því að Friðrik Ómar eða Hafsteinn færu út. Sjálfur hélt ég mest upp á Húsin hafa augu, sem Matti söng og hefði gjarnan viljað sjá það fara áfram.
Eiríkur er hins vegar vel að sigrinum kominn, þó svo að persónutöfrar hans á sviði heilli mig ekki. Núna er bara að bíða eftir því að heyra lagið frumflutt á ensku ;)

# Eldur (2)
--------
# Húsin hafa augu (Mitt atkvæði)
--------
Hvað fannst ykkur?

föstudagur, febrúar 09, 2007

Meðmæli óskast

Sæl öll

Fyrir nokkru síðan (27.jan) þá fylgdist ég með þætti Jóns Ólafs á RÚV. (Grasrótin). Þar komu fram ungir og efnilegir flytjendur, sem komu mér gríðarlega á óvart, hvert snilldarlagið á fætur öðru. Mæli eindregið með því að þið kíkkið á lögin. Fann þau ekki öll á netinu, en þáttinn má sjá hér.


1. Retro Stefson - Medallion
2. Wipeout - Hey Boy
3. Hjaltalín - Margt að ugga (Algjör snilld)
4. Indígó - Down the drain
5. Sprengjuhöllin - Worry´til spring (Virkilega gott).


Vísó í kvöld, Let´s celebrate

miðvikudagur, febrúar 07, 2007

Grace Kelly - Mika

Sæl öll

Hafði hugsað mér að blogga í gær, en þessi blessaða síða var með einhvern mótþróa við mig, eða öllu heldur tölvurnar úti í Háskóla. Tilefni þessarar færslu er hins vegar af allt öðrum, og betri toga. Mig langar nefnilega að deila einu "stórkostlegu" lagi með ykkur (þeir sem telja sig hafa vit á tónlist rétti upp hönd og "commentið"). Ástæðan fyrir því að þetta lag hefur fangað mig, er ef til vill sú að lagið minnir mig alveg óneitanlega mikið á Queen.

Þeir sem hafa yfir háhraðatengingu að ráða geta nálgast lagið (6,99mb) hér (hægri smella og "save as")

Svo er bara að renna yfir textann, og syngja með ;)

Grace Kelly
Do I attract you?
Do I repulse you with my queasy smile?
Am I too dirty?
Am I too flirty?
Do I like what you like?

I could be wholesome
I could be loathsome
I guess Im a little bit shy
Why dont you like me?
Why dont you like me without making me try?

I try to be like Grace Kelly
But all her looks were too sad
So I try a little Freddie
Ive gone identity mad!

I could be brown
I could be blue
I could be violet sky
I could be hurtful
I could be purple
I could be anything you like
Gotta be green
Gotta be mean
Gotta be everything more
Why dont you like me?
Why dont you like me?
Why dont you walk out the door!