miðvikudagur, júní 20, 2007

Muse: Butterflies and Hurricanes

Sæl öll

Hef þetta stutt að þessu sinni. Langaði bara að benda ykkur á þetta stórgóða lag með Muse ;) Butterflies and Hurricanes

Önnur góð má nefna Time is Running Out & Starlight

Með kv. Nonni

föstudagur, júní 15, 2007

Aftur komin helgi!!!

Sælir bloggunnendur!!!


Ákvað að smella mér í eina færslu núna, enda liggur vel á félaganum og stutt síðan ég bloggaði síðast. Fór á bekkjardjamm síðasta laugardag, sem var by the way algjör snilld, frábært hvað bekkurinn er duglegur að hittast ;)

Tilefni þessarar færslu er þó annað, og meira svona öðruvísi blogg, en þetta vanalega. Ákvað að taka til og kynna fyrir ykkur 5 lög, ýmist þekkt, óþekkt eða athyglisverð. Þau urðu náttúrulega að vera góð, nema kannski það 1. sem ég þoli ekkert sérstaklega vel.

Hér að neðan má sjá þau lög, sem ég fann í fyrradag þegar ég var að leita af lagi nr. 5. Enjoy*

1. Það fyrsta ættu allir að kannast við, en það nefnist Molotow Cocktail Party eftir Vivi Bach & Dietmar Schonherr. Athyglisverður flutingur þar á ferð, sem við þekkjum betur í útsetningu Baggalúts.

2. Annað lag sem ég fann að þessu tilefni nefnist Broken Arm, og er með hljómsveitinni Winterpills. Þetta er algjörlega þess virði að hlusta á ;) - Mjög gott og minnir mig alveg rosalega á Írsku systkinin í bandinu Corrs.

3. Það þriðja heitir Simple Plan og er magnað, hreint út sagt. Laglínan og viðlagið, hef ekki lýsingarorð til þess að lýsa þessu!!!

4. Fjórða lagið er hinsvegar spez, ég mæli með, að þeir sem eru ekki með háhraðatengingu sleppi því að hlusta, minnir á Grýlurnar og nefnist On Parade

5. Að lokum er það rúsínan í pylsuendanum. Hljómsveitin "Band of Horses" flytur lagið sem nefnist The Funeral. Stórkostlegt lag!!! Smellið á myndina til þess að sjá myndbandið, en hér til þess að hala því niður á (mp3).









Góða helgi ;)

föstudagur, júní 08, 2007

Flaskan mín fríð

Sæl öll, (varð bara að byrja bloggið með mynd af þér Mr. "Heinesen"). Alveg svakalegt ljósmyndalúkkið á þessari ;)














En allavegana, það er komið að bloggi, og kannski kominn tími til. Hef lengi ætlað að smella hingað inn færslu, en áhuginn hefur verið eitthvað takmarkaður af minni hálfu. Það er að sjálfsögðu mjög lítið að frétta, þar sem stór hluti dagsins, fer núorðið í vinnu og svefn til skiptis. Fékk reyndar góða heimsókn frá Palla og Oddnýju um daginn, sem komu mér skemmtilega á óvart, líkt og Helgi Bóndi þar á undan. Bið fyrir borgarkveðju, norður og austur.














Það er varla að ég muni lengra aftur,,,, nema kannski að Eurovision & kosninga/teitinu sem ég og Kristín, héldum heima hjá mér, fámennt en góðmennt var yfirskrift þess. Úr þessu öllu saman, varð virkilega góð skemmtun, þar sem hápunkturinn var án efa, þegar Hreiðar stökk út á Nýbýlaveg og húkkaði á tvo taxa fyrir liðið, en eins og fólk veit, sem ætlaði í bæinn, þá var ekki sénsinn að reyna að hringja inn, (5-88-55-22), virkaði sem sagt ekki. Algjört topp kvöld, þar sem góður vinahópur skemmti sér ærlega yfir kosningunum, og sigurlagi Eurovision frá Serbíu.















Dagurinn sjálfur hafði byrjað á því að ég fór í próf í Opinberri Stefnumótun, einstaklega fjörugt að byrja kosningadaginn á þessum nótum og það á laugardegi. Var líka dauðfeginn að komast út, og aftur upp í Kópavog, því næsta mál á dagskrá, var að skella sér upp í Kópavogsskóla og kjósa, þar var að sjálfsögðu engin bið, svo þetta rann allt ósköp, ljúflega í gegn. Því næst var Þverbrekka 4 tekin með trompi, og gerð klár fyrir kvöldið. Allt shine-að hátt og lágt, eða svona næstum því :) - Ferð í Smáralindina fylgdi síðan fljótlega i kjölfarið, mig minnir að ég hafi skroppið í Ríkið, er samt ekki alveg viss ;) - Vorum allavegana búin að kaupa inn fyrir kvöldið,,, grillmat og grill, það síðarnefnda sló síðan alveg rækilega í gegn, þar sem það var svona nettur Verslunarmanna(Helgar)-fílingur yfir þessu, (grillin voru einnota), ætti kannski ekki að vera að segja frá þessu, (hóst). Mér skildist líka á Palla að hann hefði skemmt sér vel yfir grillinu, hehe - Annað sem varð líka algjör hittari var Doritos-rétturinn hans Hreiðars sem sló rækilega í gegn, (Fæ svona Hómer mómentó) við að skrifa þetta). Algjörlega frábær matur, þar sem eftirrétturinn setti síðan punktinn yfir i-ið.















Eftir að Eurovision lauk tók kosningavakan við, þar sem beðið var eftir fyrstu tölum með mikilli eftirvæntingu. Það urðu því áköf fagnaðarlæti á vinstri-vængnum eftir að fyrstu tölur lágu fyrir... Ég var fyrir mína parta allavegana mjög glaður ;) - Mér skilst að það hafi verið nóg af veigum, sem kláruðust líka mestan partinn, ástandið á fólki var líka ansi misjafnt, ég hugsa líka að ég viti núna afhverju Hreiðar var svona viljugur að skella sér út á miðjan Nýbýlaveginn. Ástæðan jú, þegar við komum niður í bæ, var enginn Hreiðar... sjálft skemmtanaljónið hafði gefist upp og tekið taxa heim, hehe, þvílíkur snillingur...















Í bænum var þetta venjubundna rölt tekið, með misgóðum árangri. Runi, Palli og Oddný fóru síðan aðeins fyrr heim, á meðan ég og Kristín stöldruðum aðeins við á Celtic Cross, þar sem við ílengdumst aðeins með bekkjarsystrum hennar. Bílaleiguröðin reyndist Runa ofviða svo hann byrjaði að ganga út á Seltjarnarnes,,, komst að Hjarðahaganum, félaginn, en þar stoppuðu Palle og Oddný fyrir honum.















Og leigubílaröðin var síðan hreint helvíti, þegar við komum að henni. Við tók mjög löng bið, sem varði líkast til í um klukkutíma. Vorum því afskaplega fegin að komast heim snemma um morguninn.


-Mig langar síðan að benda ykkur, á MSN-ið mitt sem er nonni_r@hotmail.com (nonnibandstrikniðriathotmaildotcom)



Over and out!!!