föstudagur, febrúar 22, 2008

Er bridds ólöglegt?

Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, tók um síðustu helgi þátt í skipulögðu fjárhættuspili. Fjárhættuspilið sem um ræðir er bridge en Birkir tók þátt í bridgemóti sem haldið var á Hótel Loftleiðum. Þátttakendur spiluðu allir upp á peninga, þátttökugjöld voru innheimt og verðlaunafé greitt út til þeirra sem best stóðu sig.






Fjárhættuspil af þessu tagi hefur verið afar umdeilt undanfarin misseri en lögregla stöðvaði á síðasta ári skipulagt bridgemót sem haldið var af forsvarsmönnum Bridgesambands Íslands.


Er bridds ólöglegt? Nei
Afhverju er póker ólöglegur? Það veit enginn...
Er verið að gera úlfalda úr mýflugu? Já, klárlega...
Hvað finnst ykkur, á að lögleiða póker?

þriðjudagur, febrúar 19, 2008

Gísli Einars er stórkostlegur...

...eins og sjá má á þessari mynd, þetta kallast að fórna sér ;)


„Gísli Einarsson fréttamaður RÚV á Vesturlandi stóð í ströngu sl. mánudag við myndatökur af vegaskemmdum sökum vatnavaxta í Borgarfirði. Að Svignaskarði ók hann strax um nóttina til að mynda hið risastóra skarð sem í þjóðveginn var komið. Aftur fór hann þegar dagsbirtu var farið að gæta. Til að ná sem bestum myndum af krapaflóðinu og stóru stykki sem var við það að losna úr vegkantinum, fékk hann vinnuvélarstjóra á fullvaxinni gröfu til að lyfta sér yfir vettvanginn til að ná góðri mynd þegar stykkið losnaði. Ekki vildi betur til en svo að hamagangurinn og vatnsflaumurinn varð meiri en ráð hafði verið fyrir gert og fór Gísli ásamt myndavél og búnaði á bólakaf í ískaldan flauminn. Enginn verður verri þó hann vökni, en vissulega var ekki þurr þráður á fréttamanni RÚV eftir atvikið. Afrakstur áhættuatriðisins mátti sjá í sjónvarpsfréttum strax um kvöldið. Meðfylgjandi mynd tók Laufey Gísladóttir af Gísla þegar hann var á leið í land“. (tekið af skessuhorninu)

This is my life

Sæl öll

Í vetur hefur fjöldi Eurovisionlaga hljómað á laugardagskvöldum og sungið sig inn í hjörtu landsmanna... (það sést á áhorfskönnunum). Þessi fullyrðing á þó ekki við um mig, því fyrir mitt leyti hefur lagafyrirkomulagið, vægast sagt, ekki verið að gera sig. (nenni ekki að koma með rök fyrir máli mínu, hefði frekar kosið óbreytt fyrirkomulag). Upp úr þessum lagapotti hafa þau komið, hvert af öðru, nokkur í lagi, en ansi mörg, frekar döpur, og jafnvel léleg...

Mínar pælingar fyrir úrslitaþáttinn, segja að lögin sem vert sé að fylgjast með, séu þrjú talsins. Þau ættu öll að geta komið til greina sem næsta framlag Íslendinga.



1. Fullkomið líf, eða eins og það útleggst á ensku - This is my life

"Fullkomið líf" verður þá flutt á ensku. Ég var að heyra þessa útgáfu í dag og hún lofar góðu, fyrir Europopfrík eins og mig. Trans dance, og læti. Þau geta allavegana sungið, og það skiptir máli þegar út er komið... þrælgott euro-thrash ;)



2. Hvað var það sem þú sást í honum

Þeir eru svolítið skrýtnir. Og það virkar fyrir mig, ég reyndar fíla Bagglút í tætlur, og því skiptir það ekki máli hvernig þeir flytja lagið. Þeir tjúnnuðu það hins vegar skemmtilega upp, og yfir í Geirmund Valtýs. Ég er gjörsamlega að "fíla það", hvernig svo sem úrslitin verða. Saxafónninn, say no more ;)

3. Ho, ho, ho, we say, Hey, hey, hey

Ho, ho, ho, we say Hey, hey, hey, er frábært og grípandi lag, en lengra nær hrósið ekki, allavegana ekki eftir að ég heyrði í því, þar síðasta laugardagskvöld, sorrý og með fullri virðingu fyrir söngkonunni, þá var þetta "awful" performance og á ekki skilið að fara áfram.

Hvað finnst ykkur annars, búin að kaupa ykkur miða í Smáralindina?
Express your feelings

miðvikudagur, febrúar 13, 2008

Eurovision

Það er ekki seinna, en vænna að fara að hita upp fyrir Eurovisionkvöldið, hérna heima sem verður eftir aðra helgi. Ákvað því að taka saman nokkur tilkippileg sigurlög úr Eurovision, allt gert fyrir ykkur ;)

Vicky Leandros - Apres toi
Gali Atari, Milk & Honey - Hallelujah
Bucks Fizz - Making your mind up
Nicole - Ein bisschen Frieden
Bobbysocks - La det swinge
Sandra Kim - J'aime la vie
Katrina & the Waves - Love shine a light

Síðan hérna, eitt sem hefði átt að vinna ;)

Datner & Kushnir - Shir Habatlanim

sunnudagur, febrúar 10, 2008

Útsendingar á netinu...

Ég er svo lengi að fatta ;) - Var að koma þessu upp, þetta er algjör snilld. Sérstaklega fyrir þig Runi, ef þú vilt horfa á NBA, eða bara eitthvað annað, það er fjölmargt í boði...

Yfirlit yfir stöðvar:

Sopcast: Þið verðið að sækja þetta fyrst, ef þið gerið það, þá eruð þið fær í flestan sjó ;)

Með kv. Nonni, og áfram Man City ;)

laugardagur, febrúar 09, 2008

Á hverju ertu eiginlega? Góurinn

Ég er í bloggþörf, veit eiginlega ekki hvað er að gerast. Ég varð bara að vekja athygli á þessari frétt sem birtist á Vísi um kvöld-matarleytið í gær. Það er greinilegt að Hjörleifur Kvaran, forstjóri Orkuveitunnar hefur farið öfugumegin fram úr rúminu og skallað vegg í leiðinni... ;)

tilvitnun: „Hjörleifur Kvaran, forstjóri Orkuveitunnar og fyrrverandi borgarlögmaður, segist ekki muna nákvæmlega eftir því hvort Vilhjálmur Vilhjálmsson hafi leitað til sín um hvort hann hafi haft umboð til að taka ákvarðanir á eigendafundi Orkuveitunnar á sínum tíma.“

tilvitnun: „Ég þarf nú að rifja þetta upp en ég geri ábyggilega ráð fyrir því að hann hafi gert það,"

tilvitnun: „Ég dró það aldrei í efa að hann hefði umboð til að taka þessar ákvarðanir og ef ég hefði gert það hefði ég væntanlega sagt honum það," segir Hjörleifur. „Þetta voru ákvarðanir sem ekki rýrðu efnahag Orkuveitunnar, frekar var það á hinn veginn. Á þessum tíma var ég í miklu og stöðugu sambandi við Viljhjálm og það er ljóst í mínum huga að hann var í rétti í málinu."

Og þessi maður er forstjóri Orkuveitunnar... já svei mér þá, og lögmaður líka, já svei mér þá...

föstudagur, febrúar 08, 2008

In my place (Vaka vs Röskva)

En já hvert var ég kominn, áramótin á Sigló, alveg rétt ;) - Þau voru góð, þó svo að það hefði ekki verið neitt áramótaball, það var allt lokað, ekki einu sinni pöbbinn opinn, líkt og í fyrra, að mig minnir. Að vera í jólafríi til 7. janúar var líka óborganlegt, en við komum suður þá... skólinn byrjaði viku síðar, en vinnan strax...

Síðustu vikurnar hafa verið brjálæðislega skemmtilegar, dagskráin þéttskipuð og það hefur verið gaman að vinna undir álagi. Vinna á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum, og skóli á föstudögum. Síðan tók ég það að mér að sitja í kjörstjórn fyrir Vöku, en Krissi hringdi í mig skömmu eftir áramót og bauð mér þetta. Þetta var eitthvað nýtt og vonandi skemmtilegt sem mig langaði rosalega að prófa. Ég sé ekki eftir því, þó svo að Vaka hafi tapað með sex atkvæðum í gær. Það að sitja á kjörstað, og hreinlega að komast á kjörstað í gær var ævintýralegt. Það að vera 40 mínútur úr Þverbrekkunni yfir í Læknagarð (Við hliðina á BSÍ) er bara djók, það var allt stopp. Var sennilega 30 mínútur á Nýbýlaveginum sjálfum. En þetta hafðist. Kjörsóknin féll líka talsvert niður seinni daginn, hjá mér, minnkaði hún t.d. um þriðjung.

Talningin gekk síðan vel síðar um kvöldið, þ.e. á fimmtudagskvöldinu. Það stemmdu nær allir kjörstaðir, og það var alveg hræðilega jafnt á með fylkingunum, þegar maður flokkaði atkvæðin niður, spennan var magnþrungin, það var sömuleiðis ólýsanlegt að vera þarna þegar fyrsta talningin stóð yfir, (fyrir Háskólaráðið), þar munaði 6 atkvæðum, og þar var ekki talið aftur, þar sem hvor fylking fékk, hvern sinn manninn inn.

Í talningunni í Stúdentaráðið var hins vegar ljóst að telja þyrfti aftur, ef mjótt yrði á mununum. Eftir fyrstu talningu munaði 8 atkvæðum á Röskvu og Vöku, Röskvu í vil. Þá fórum við í það að skoða öll atkvæði aftur (mjótt á munum), þá kom í ljós að eitt Vöku-atkvæði hafði flust yfir í Röskvu búnkann. Þá var talið aftur, en eftir þá talningu munaði 6 atkvæðum, og til þess að vera 100% viss, var talið aftur til öryggis.

Eftir þetta var gengið frá, úrslitin samþykkt og tilkynnt korteri síðar (Um klukkan korter yfir tvö). Vil bara annars þakka þeim góða hóp sem ég starfaði með. Það má segja að allt hafi gengið upp!!! Kjörstórn, Stebba fyrir að hafa leyst mig af á miðvikudeginum, og öllum því kosningaeftirlitsfólki sem nennti að sitja með mér á kjörstað, þetta var strembið, en í alla staði skemmtilegt - Mæli með þessu ;)

Þangað til næst, over and out!!!

föstudagur, febrúar 01, 2008

This is the life

Er lægð yfir landinu, eða hvað?

Það hefur allavegana vantað svolítið upp á bloggtaktana síðustu misserin. Það verður vonandi bragarbót, á þar sem ég og Palli höfum gert heiðurssamkomulag okkar í milli, og já ég er heftur á geði, sjá link

En já, það er víst kominn febrúar, jólin búin og janúar líka. Öll jólaprófin kláruðust með stæl, og núna er þetta að taka enda, er búinn að tala við Ómar H. Kristmunds um að umsjóna mér við BA-ritgerðina, en ég fór á fyrirlestur hjá Ásgeiri Jónssyni um ritun lokaritgerða, það var stórgóður lestur, sem á eftir að hjálpa mér mikið. (Þess má geta að Ásgeir er sonur Jóns Bjarna, og því bróðir Páls Kolka). Það kom skemmtilega á óvart, en samt ekki, þeir eru nauðalíkir...

Jólin voru yndisleg... eins og alltaf, ég tók síðasta prófið 20. des, og daginn eftir brunuðum, ég og Kristín norður. Stoppuðum hjá Palla, þegar við komum á Krókinn, og kíkktum á nýju íbúðina, þetta hafðist í annað sinn, Palli minn ;) - Eftir gott spjall, var haldið áfram... komum við hjá Afa á Sleitó, (það var gaman að hitta á kallinn, sem var að bardúsa, eitthvað úti í skemmu)... Ávallt, hress og skemmtilegur. Að því búnu héldum við áfram. Á Sigló var lífinu tekið með stakri ró, reyndi eftir fremsta megni að fara í heimsókn til ættingja, svona eins og gengur og gerist, en umfram allt var gott að vera kominn heim...

Fór síðan á Krókinn milli jóla- og nýárs, í partý til Palla. Djammið var heima hjá Heinesen, sem tók vel á móti, líkt og alltaf... jólaglögg, ostar, kex og aðrar kræsingar voru í hávegum hafðar. Horft á enska boltann, slakað á, og bjór teigaður... fullkomið líf... Páll Óskar skemmti síðan síðar um kvöldið, á Barnum. Þar var stappað, og þar var hiti og sviti... Þetta var eiginlega í fyrsta skipti sem ég komst ekki alveg í taktinn, + vesenið með hljóðkerfið, og það að búið var að slökkva á öllu klukkan þrjú, það hafði áhrif, engu síður góður hittingur sem við verðum að endurtaka við tækifæri...

Daginn eftir var haldið heim á Sigló, ætlaði lengi vel ekki út um kvöldið, en Kristín og Kári drógu mig með. Páll Óskar gat ekki klikkað aftur, og það gerði hann ekki ;) - Fjöldinn var líka þægilegri í þetta skipti + það að umgjörðin heima var nokkrum klössum ofar... Það að labba heim á skyrtunni gerði þetta líka eftirminnilegra...

(FRAMHALD)